Sunday, May 24, 2009
Útskriftin afstaðin - HÚRRA !!!
Í gær 23. maí 2009 útskrifuðumst við 4 skólasystur af 9 sem hófum saman nám í Bókasafns og upplýsingatækni fyrir 3 árum. Ein af okkur mætti þó ekki á útskriftina og við söknuðum hennar heilmikið. En sárabót var að hitta kennarann okkar hana Báru Jónu sem var með okkur í allan vetur og hún sagði okkur góðar fréttir, hún á von á barni í haust - LOKSINS - svo það ríkti mikil gleði meðal okkar fyrir hennar hönd.
Við höfum ákveðið að halda sambandinu eins góðu og kostur er og hittast helst árlega ef færi gefast. Það er ómetanlegt að eignast góða félaga víða um land sem deilt hafa með manni súru og sætu og við hjálpast að eftir þörfum í þessa þrjá vetur sem við vorum að puða í þessu sjálfsnámi, því varla er hægt að kalla það annað...
Við erum allar mjög ánægðar að þessum áfanga sé lokið og hlökkum til að takast á við ný verkefni og æfa okkur í því sem við höfum lært.
Við samgleðjumst líka öllum öðrum útskriftarnemum fyrr og síðar, því vissulega er gott fyrir alla að ljúka námi, þó stundum sé það söknuði blandið. Sem dæmi má nefna að við vorum í hópi rúmlega 200 útskriftarnema frá Borgarholtsskóla í þetta sinn og víða var verið að útskrifa nemendur vítt og breitt um landið á þessum tíma.
Myndirnar sýna allann hópinn við myndatöku í skólanum eftir útskriftina...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment