Tuesday, May 19, 2009

Kórferð til Reykjavíkur




Síðastliðna helgi 16.-17. maí brá kirkjukór Seyðisfjarðar undir sig betri fætinum og skrapp í heimsókn til höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að syngja í messu í Grafarvogskirkju og á Seyðfirðinga samkomu á eftir.
Í stuttu máli sagt, þá gekk allt eins og í sögu,fyrir messu buðu Theodór Blöndal og Björg okkur heim í notalegt spjall, þar sem setið var í sólinni utan dyra og notið léttra veitinga. Messan tókst síðan vel með þrjá presta við þjónustu og tvöfaldan kirkjukór við sönginn. Seyðfirðingar fjölmenntu í messuna og á skemmtunina sem var að aflokinni messu, svo talið var að um 200 manns væru mættir. Síðan sáu nokkrir brottfluttir Seyðfirðingar um kaffi fyrir viðstadda og kórinn söng nokkur af lögum Steins Stefánssonar við góðar undirtektir, en loks skemmtu fyrrverandi meðlimir Þokkabótar/Einsdæmis viðstöddum með spili og söng. Allir virtust skemmta sér hið besta og mikið var gaman að hitta alla þessa brottfluttu fv. bæjarbúa sem maður hefur ekki séð árum saman, marga hverja.
Það sem gerði ferðina enn ánægjulegri var kannski líka sú staðreynd að veðrið var alveg yndislegt, sól og blíða alla helgina auk þess sem kórinn snæddi saman ánægjulegan kvöldverð á laugardags-kvöldinu um leið og horft var á Evrovision-söngvakeppnina sem var svo eins hagstæð fyrir okkur Íslendinga eins og hægt var. Allir voru því óvenju glaðir. Semsagt góð helgi !

No comments: