Monday, November 07, 2022

Fuglarnir við Hansa hótelið og dýralífið við ströndina !

 Ég gleymdi að segja frá fuglalífinu við hótelið og bæti því hér við, en á leiðinni til næsta gististaðar sem heitir Twyfelfontein í Damaralandi, kíktum við á einn af mörgum togurum sem strandað hafa þarna við ströndina, en um afdrif áhafnanna fara mest sorgarsögur. Sáum einnig gríðarmikla sæljónabyggð sem segir manni að nægilegt æti er þarna í sjónum fyrir öll þessi dýr, bæði spendýr og fugla....

                                        Þessi vefarafugl var ótrúlega snöggur við hreiðurgerðina.
                                        Fjöldi fugla mættu í þennan gosbrunn í hótelgarðinum.
                                                Margar tegundir af dúfum mátti sjá þarna.
                                                Strandaður togari alsettur skörfum !
                                                Sæljónategund sem margir kalla seli...
                                 Trúlega minning um þá skipbrotsmenn sem létust hér á söndunum




 

No comments: