Það vakti endalausa athygli að sjá alla termítahraukana hvar sem við fórum og það var mjög fróðlegt að fá að vita að þeir byggja sér þessi bú með drottningum sem fæða ótal afkvæmi allan sólarhringinn og til að þeir lifi, þá þarf bæði loftræstingu, mátulegan hita, vatn og næringu. Hér má sjá 2 sýnishorn, annars vegar bú sem milljónir termíta eru í og hinsvegar bú sem þeir hafa yfirgefið, það sést þegar búið er að opna göt og rifur á það. Við sáum þarna hvítar antilópur í bland við aðrar tegundir og það var notalegt að vera þarna á pallinum við hótelið og geta fylgst með dýrunum allt í kring og tekið myndir...
Páfagauka sáum við hvergi nema þarna :)
Allir kepptust við að ljósmynda dýrin þarna :)
No comments:
Post a Comment