Næstsíðasti gististaður okkar heitir Erindi (Old traders lodge) og þar mátti sjá flestar dýrategundirnar sem fólk hafði áhuga á að sjá. Þarna er mikið heimatilbúið vatnsból sem dýrin sækja í og m.a. vatnahestar og krókódílar halda þar til yfir daginn. Við fórum í 2 skiplagðar safariferðir á 2 bílum og sáum þá m.a. ljónapar sem hélt sýningu fyrir okkur, en annars sáum við aðeins 2 sinnum ljón í ferðinni.
Þarna bíða krókódílarnir myrkurs, en fóru þá í ætisleit.Gíraffi að fá sér vatnssopa sem er stórmál fyrir þá.
Vatnahestur gæðir sér á fílaskít sem flaut á vatninu.
Bavíanar sáust af og til, en voru fljótir að forða sér.
Nashyrningar eru orðnir fáir og sjaldséðir...
Ljónaparið sem hélt sýningu fyrir okkur :)
Útsýnið frá herberginu okkar í Erindi :)
No comments:
Post a Comment