Friday, November 11, 2022

Mikið og fjölbreytt dýralíf sem við sáum...

 Næsti náttstaður var í Etosha Safari Camp og þar heimsóttum við m.a. frumbyggja sem sýndu okkur lækningajurtir sem þeir nota og sungu svo og dönsuðu eins og frumbyggjum einum er lagið.

Svo fórum við í nokkra safari leiðangra allt um kring og sáum flest þau villtu dýr sem lifa þarna, bæði stór og smá og ekki má gleyma öllum fuglunum, sem ég þarf að setja sérstaklega inn hér...


                                            Allskonar Antilópur voru þarna í þjóðgarðinum...
                                            Sverðantilópurnar eru óvenju stórar og vígalegar...
                                            Sebrahestarnir eru lang fjölmennastir allsstaðar...
                                            Frumbyggjarnir sungu og dönsuðu af mikilli innlifun.
                                            Þetta er eftirminnilegasta sturta sem ég hef séð :)
                                          Þetta hótel nýtti dekk og fleira sem má nota þó gamalt sé.


No comments: