Síðustu haustverkin í garðinum og blómin sem blómstra á veturnar ! Eftir að við komum heim frá Namibíu, dreif ég í að taka upp meiripartinn af gulrótunum sem orðnar voru nógu stórar og síðan að vefja litlu, nýju trjáplönturnar, gullregnið o.fl. ásamt stóru Lyngrósinni í vetrarklæði til varnar frosti, snjó og kulda. Það gekk allt saman vel.
Svo eru það blessuð inniblómin sem blómstra á veturnar, eins og Nóvember-og-jólakaktusar, sem eru núna allir að fara að springa út. Einnig 2 af orkideunum, en sú þriðja er nýbúin að blómstra mér til mestu ánægju að vanda 💗
Stór hluti gulrótanna voru í meðallagi eða meira !Sætu paprikurnar eru komnar í notkun og eru góðar.
Orkideurnar eru að hamast við að mynda blómleggi.
Kaktusarnir eru farnir að springa út !
No comments:
Post a Comment