Monday, October 24, 2005

Afmæli kvennafrídagsins !


Vaaá, það virðast hreint ekki vera liðin 30 ár frá fyrsta kvennafrídegi á Íslandi sem haldinn var með eftirminnilegum hætti þann 24. okt. 1975. Við sem erum nógu gömul munum auðvitað vel eftir honum. Þá voru aðalhátíðahöldin í Reykjavík og við sem vorum á landsbyggðinni létum margar nægja að fylgjast vel með fréttum og sýna samstöðu með því að taka okkur frí frá störfum þann dag.
Að þessu sinni voru seyðfirskar konur duglegar að halda upp á daginn. Nokkrar framtakssamar konur hér í bæ skipulögðu samkomu á kaffihúsinu Öldunni, þar buðu karlkyns starfsmenn upp á kaffi og vöfflur á hóflegu verði. Þangað mættu 60-70 konur sem sungu saman og skemmtu hver annarri með upplestri af ýmsu tagi. Meðfylgjandi mynd sýnir hluta hópsins, en fleiri myndir verða fljótlega settar í albúm á slóðinni: http://www.solveig54.blogspot.com
Bæjarstjórinn var eini fullorðni karlmaðurinn sem mætti á svæðið ásamt 2 fréttamönnum frá sjónvarpinu, en segja má að þeir sýni okkur nokkra virðingu með því að telja samkomuna fréttaefni... eða hvað ?

No comments: