Tuesday, October 11, 2005

Brotin gleraugu !


Gott kvöld "góðir hálsar"
Hér í bæ er veturinn farinn að sýna sig, rétt eins og á norðurlandi, þó að snjórinn hér sé nú varla meira en hrím eða grátt í rót eins og sagt er. En hugur minn hvarflaði til foreldra minna sem óku frá Húsavík til Reykjavíkur í dag. Ég er sem betur fer búin að fá þær fréttir að ferðin hjá þeim gekk vel og þau eru í góðu yfirlæti hjá Diddu systur, ásamt Jóhönnu Björgu og Adam. Gott að vita það.
Annars er fátt að frétta nema það helst að gleraugun mín urðu fyrir smá slysi í morgun, ég fékk léttan bolta í þau en það var nóg til að annar "armurinn" hrökk í sundur. Ég varð því að senda þau suður með hraði til að fá nýjan "arm" og notast á meðan við gömlu gleraugun, þau eru betri en engin. Þetta óhapp hefði lítið sakað ef það væri kominn miður nóvember, því þá ætla ég að taka þá áhættu (sem auðvitað er mjög lítil ) að fara í leysigeisla-augnaðgerð 17. nóv. Ég vænti þess auðvitað að þurfa ekki að nota gleraugu eftir þá aðgerð, nema e.t.v. eftir nokkur ár, þegar aldurinn færist yfir (ehemmmm ;-) og þá trúlega aðeins til lestrar og þess háttar... En svona aðgerð er auðvitað mesta kraftaverkið fyrir fólk sem sér MJÖG ILLA , fólk sem kemst varla leiðar sinnar án gleraugna, en svo slæm er ég alls ekki. Ég verð samt ósköp fegin að losna við þessa "fötlun" þó lítil sé....!
Jæja, ætli þetta blaður sé ekki orðið nóg í bili. Sendi bestu kveðjur í allar áttir.... þar til næst....

No comments: