Friday, October 14, 2005

Rokkveisla á Höfn


Heil og sæl
Ekki er nú veðurspáin góð, einkum þó fyrir þá sem ætla að leggja land undir fót eins og til stendur hjá mér og fjölda bæjarstarfsmanna (og maka) sem ætlum að bregða undir okkur betri fætinum og kíkja á ROKK skemmtunina sem íbúar Hafnar í Hornafirði bjóða nú landsmönnum uppá. Það stendur til að leggja af stað kl 5 í dag þrátt fyrir þessa vondu veðurspá. Vonandi gengur ferðin samt vel og trúlega verður hún bæði fróðleg og skemmtileg.
Annað mál er hitt, að einhver fáfróður lögbrjótur (einn eða fleiri) hefur tekið sig til og heimsótt Seyðisfjörð, þar sem hann/þeir spreyjuðu ljóta rauða þríhyrninga (sjá mynd) á verslunarhús KHB, trúlega í skjóli myrkurs (vesalings græningjarnir) ! Hver sá er unnið hefði heimavinnuna sína með því að kynna sér málin hér á staðnum væri þess vísari að við Seyðfirðingar höfum lítinn sem engann hag af komu Alcoa til Austurlands, amk. enn sem komið er. Þetta er eins og að hengja bakara fyrir smið, að mínu áliti, en auðvitað hefur hver sína skoðun á svona aulahætti.
Jæja, ég kveð að sinni og óska öllum sem þetta lesa GÓÐRAR HELGAR....

No comments: