Monday, July 05, 2010
Árleg Tapas veisla í blíðskaparveðri
Í gær, sunnud. 4. júlí var árleg spænsk veisla hjá þeim dugnaðarkonum Ágústu Berg, Binnu Ara, Stefaníu og hjálparfólki þeirra. En þetta er 3ja árið í röð sem þær stöllur halda slíka veislu. Fyrstu 2 árin var veislan heima hjá Binnu og Magga, en að þessu sinni var veislan hjá Ágústu og Gunnari Árna, en þau voru með gesti sem sérfróð eru um spænska matargerð og tóku þátt í allri vinnunni við þá mörgu og ólíku rétti sem á borð voru bornir, en réttunum hefur fjölgað ár frá ári.
Við höfum fengið þann heiður að mæta án þess að veita nema lágmarks aðstoð, aðallega að kaupa léttvín með matnum og njóta svo herlegheitanna.
Það var heilmikið þrekvirki að smakka á öllum réttunum og má segja að við höfum borðað yfir okkur, enda fór orkan sem við áttum eftir í gær, í að melta góðgætið og við gerðum ekki mikið meira það sem eftir lifði dagsins.
Það sem skipti líka miklu máli var, að "sá í efra" úthlutaði okkur sól og blíðu þennan dag, svo hægt var að sitja utan dyra og njóta þess, en veðurfarið skiptir afar miklu máli þegar eitthvað stendur til, það held ég að við öll séum sammála um :)
Við þökkum innilega fyrir okkur !
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment