Monday, July 05, 2010

Kaffiboð hjá Köllu og Garðari


Laugardaginn 3. júlí buðu Garðar Eymundsson og Karolína kona hans, okkur Rúnari og 6 öðrum gestum til veislu heima hjá sér. Tilefnið var listaverkabókin hans Garðars sem hann gerði af fjallahring Seyðisfjarðar og gaf út í vetur um svipað leyti og hann hélt sýningu í Skaftfelli á Fjallahringnum.
Að mínum dómi var óþarfi að þakka okkur frekar fyrir veitta aðstoð, það höfðu þau þegar gert, m.a. með eintaki af listaverkabókinni.
Ég get ekki annað en dáðst að dugnaði og framtakssemi svo fullorðins fólks, að standa aftur og aftur í stórræðum á þeirra aldri. Óskandi væri að sem flestir hefðu slíkan vilja og dugnað þegar árin færast yfir.

No comments: