Monday, July 19, 2010

LungA og fleiri góðir gestir :)




Nýafstaðin helgi var hin árlega LungA-helgi, (Listahátíð ungs fólks á Austurlandi) og var þetta í 10. sinn sem hún er haldin. Veðrið hefur samt aldrei verið eins dimmt og drungalegt, þó ekki væri kalt, þá var meira og minna blautt og alskýjað.
En enginn virtist láta það trufla sig sem betur fer og allt gekk vel það við best fengum séð. Við Siggi fórum á tískusýninguna og síðan allir á uppskeruhátíðina, tónleika og annað sem í boði var, m.a. fórum við í kirkjuna þar sem var stutt en óvenjuleg uppákoma. Við höfum ekki fyrr séð hálf nakinn mann í prédikunarstólnum, en síðan var haldið í gönguferð um bæinn, því atriðin voru hist og her og flest á sama tíma, svo erfitt var að fylgjast nema takmarkað með því sem boðið var upp á, enda valdi maður úr.
Bergþór okkar kom heim með kærustuna sína og systir hennar kom líka ásamt sambýlismanni, svo fjölmennt var oðið hér á heimilinu þessa helgina.
Rúnar skrapp með unga fólkið á sjó og ég sá um að þau fengju eitthvað að borða. Annars voru þau mest sofandi ef þau voru ekki einhvers staðar úti í bæ, svo við sáum ekki mjög mikið af þeim, enda ekki margra daga heimsókn að þessu sinni.
Þau kvöddu öll og fóru síðdegis í gær, einnig Harpa mágkona og Eyrún dóttir hennar...
Takk fyrir komuna og hittumst öll heil síðar :)

No comments: