Tuesday, July 27, 2010
Svipmyndir frá Mærudögum á Húsavík
Vegna þess hve margar myndir ég tók af fólki á Mærudögum, þá langar mig að setja hér inn fáeinar til gamans fyrir þá ættingja og vini sem þekkja fólkið;
Hér má sjá m.a. Þorgeir Baldursson góðan ljósmyndara og félaga sem alltaf er með myndavélina á lofti (eins og sumir:)
Ása Gísla var einn vetur í sama bekk og ég (í framhaldsdeildinni)
Þarna var líka Sturla Þorgríms gamall skipsfélagi Rúnars af Júlíusi Havsteen og Lára kona hans. Svo er þarna Jónasína (Didda) Kristjánsdóttir frá Hólmavaði, fyrrverandi nágranni okkar á Baughólnum og hennar ágæti sambýlismaður frá Grindavík. Ekki má heldur gleyma Palla Sigurpáls og Sæunni hans sem var vinnufélagi minn á Húsavík.
Huld Gríms fjarskyld frænka mín og hennar maður Kári létu sig ekki vanta og hafa hreinlega ekkert breyst í áranna rás, þó flest annað breytist.
Nú mín gamla góða skólasystir og vinkona Anna Mæja og okkar ágæti bekkjarbróðir Ábi Salla voru bæði hress að vanda.
Brynhildur frænka mín frá Sultum og hennar maður Guðmundur Eiríksson vöktu athygli mína m.a. fyrir skemmtilegan klæðaburð.
Og svo hann Siffi frændi minn með eldri soninn Jóhann Karl, brosleitir feðgar að vanda. Síðast en ekki síst kom svo Ásdís Sigurðar en hún var líka með mér í Versló í den og að sjálfsögðu kom Bjarni hennar ektamaki með henni.
Þetta var ein stór gleðihátíð og þó mikið væri dukkið af bjór á Húsavík þessa helgi, þá er varla hægt að segja að það hafi séðst á nokkrum manni, svo rólegir og glaðir voru allir.... enda sjáið þið hvað allir eru brosmildir, glaðir og kátir á þessum myndum.
Ég stefni að því að bæta við fleiri Mærumyndum og segja stuttlega frá þessum góðu dögum okkar fyrir norðan... en ætla svo að senda gamlar myndir (eftirtökur) annað svo þær komist e.t.v. á Facebook, því þar eiga þær heima, enda voru þær til sýnis á Húsavík en ekki hafa samt allir farið og séð þær... kíkið bara á Facebooksíðuna mína eða á síðuna hennar Ásdísar Sigurðar, því væntanlega verður það hún sem setur inn þessar gömlu myndir sem ég sendi henni :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment