Tuesday, July 27, 2010

Gengið meðfram Jökulsá á Fjöllum...




Í upphafi Mæruviku var ákveðið að skella sér í Jökulsárgöngu. Við ókum upp að Dettifossi og gengum að fossium vestanverðum og einnig að Hafragilsfossi nokkru neðar. Síðan ókum við á bílastæði sem er skammt frá Hólmatungum og borðuðum þar nestið okkar í sólarblíðu, áður en við kvöddum Jóhönnu og bumbuna sem fóru með bílinn niður í Vesturdal á meðan við hin gegnum niður að Jöklu til að skoða "katlana" og áfram eftir gönguslóðanum niður með ánni, gegnum allan skóginn og gróðurinn í Hólmatungum og áfram yfir í Hljóðakletta. Áður en við kæmumst yfir í Vesturdalinn urðum við að vaða yfir Hólmána sem var ansi köld, en hressandi svona eftirá, því veðrið var svo gott. Að aflokinni göngu fórum við öll í Ásbyrgi og fengum okkur að borða, enda flestir orðnir svangir og þreyttir, nema kannski Jóhanna og bumban sem höfðu sólað sig í blíðunni á meðan við hin puðuðum ca. 10 km leið :)

No comments: