Wednesday, July 14, 2010

Góðir gestir :)



Ella mágkona, Árni ektamaki hennar og einkadóttirin Auður Lóa skelltu sér í hringferð fyrir s.l. helgi og komu til okkar á föstudaginn. Veðrið hefði mátt vera betra, en það hefði líka getað verið verra. Á laugardag fórum við á alla markaðina í bænum og eyddum drjúgum tíma í það. Fórum síðan á sýningu sem verið var að opna í Skaftfelli kl. 4 og dúlluðum okkur svo yfir góðum kvöldmat og að horfa á gamlar myndir frá Seyðisfirði. Á sunnudaginn var veðrið mun skárra og sól var á köflum svo við renndum okkur rúnt á sjóinn á nöfnu minni og renndum fyrir fisk, en urðum ekki vör. Fengum hinsvegar ágætis fjarðarrúnt og létum það nægja. Þau skruppu síðan í heimsóknir til ættingja og vina og komust yfir heilmikið á stuttum tíma.
Við kvöddumst síðan á mánudag, þegar þau héldu á Norðfjörð, en við norður í land. Þau komu síðan á eftir okkur, en vegna tímaleysis urðu ekki frekari samfundir, því þau þurftu að komast í Ásbyrgi til gistingar áður en lokað var fyrir þjónustuna, því kvöldsett var orðið... en við sjáumst vafalaust aftur fyrr en síðar :)

No comments: