Friday, October 15, 2010
Barist gegn einelti !
Í dag föstudaginn 15. okt. er Dagur gegn einelti. Þá er æskilegt að allir sem vilja leggja málefninu lið, klæðist í einhver græn föt og virtist það bara nokkuð algengt hér í bænum í morgun. Ég skrapp til að fylgjast með skólabörnunum sem í tilefni dagsins mættu flest í einhverjum grænum flíkum og fóru m.a. í ratleik með kennurum og foreldrum sem mættu til leiks.
Eftir 5 daga eða 20. okt. verður hinsvegar fjólublár dagur, þá klæðast þeir fjólubláu sem styðja vilja við réttindabaráttu samkynhneigðra.
Það er bara gott mál að hin og þessi samtök tileinki sér ákveðna daga á ári hverju og minni á þau réttindi sem við öll eigum, en ekki eru alltaf virt, því miður !
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ég á einmitt grænt blóm síðan ég var á Húsavík í sumar, best að setja það á mig áður en ég fer út. Kveðja austur :):)
Post a Comment