Friday, January 28, 2011
Föt sem framlag hjá RKI
Stjórn Rauðakross- deildar Seyðisfjarðar stendur nú fyrir söfnun og vinnslu á pökkum með barnafötum, teppum o.fl. til nauðstaddra erlendis. Hafa þær heiðurskonur Þóra Ingvalds og Lukka Gissurard. heiðurinn af að halda utan um þetta verkefni en nokkrar konur eru að vinna við að útbúa fatnað, teppi og fleira í þessar pakkningar. Fyrir jólin voru sendir amk. 12 slíkir pakkar sem við vorum búnar að ganga frá og annað eins er nú að verða tilbúið.
Ég er ekki mjög dugleg handverkskona en reyni þó að vera með og gera eitthvað gagn. Ég ákvað t.d. að nota prjónastykki sem móðir mín var búin að prjóna og útbúa úr þeim barnateppi. Með því að klippa niður prjónatrefil sem ég átti og lagfæra nokkur stykkin, þ.e. að prjóna við eitt og rekja stubb af öðrum o.s.frv. þá gat ég látið þetta passa og heklaði svo stykkin saman. Árangurinn má sjá hér á þessum myndum. En hvað ég tek mér næst fyrir hendur skal ósagt látið, en ég ætti nú líka að setja hér inn mynd af handverkskonunum þar sem þær eru saman komnar í Sæbóli við þessa vinnu...
Thursday, January 27, 2011
Þurrablótið 2011
Í kvöld 27. jan. hélt grunnskóli Seyðisfjaðar Þurrablót í Herðubreið, en það hefur verið fastur liður s.l. 30 ár. Við höfum nokkrum sinnum farið á þessi blót og haft gaman af. Að þessu sinni urðum við að sleppa Þorrablótinu sem var hér um síðustu helgi, vegna lélegrar heilsu húsbóndans :) en hann er orðinn hressari svo við drifum okkur og nutum bæði góðs matar og skemmtiatriða sem voru í formi söngs, leikatriða, spurningakeppni og fleira. Þorrablótsnefndin sýndi 2 atriði og kennarar sýndu eitt atriði, en nemendur sáu um afganginn.
Einnig völdu nemendur sjálfir drottningu og kóng og kennara vetrarins, auk annarra titla eins og grínisti ársins, fatafrík ársins, kennarasleikja, frekja, EGO o.s.frv... og virtust allir sáttir við sinn titil og tóku þessu gríni á jákvæðan hátt.
Að síðustu átti svo ein stelpan í hópnum afmæli í dag og hún fékk kórónu eins og kóngurinn og drottningin og vinkonurnar sungu fyrir hana afmælissönginn.
Ég þakka fyrir góðan mat og góða skemmtun !
Suðrænn gestur á Seyðisfirði
Það gerist ótrúlega oft að litlir suðrænir fuglar hrekjast með vindum hingað til lands um hávetur og eiga varla lífs von ef þeir lenda í miklum kulda og snjó.
Flesta vetur sjáum við einhverja flækinga en það er nafnið sem þessir gestir hafa fengið meðal fuglaáhugamanna. Fyrir nokkrum dögum tók ég eftir því að lítill fugl (sá reyndar tvo a.m.k. einu sinni) var á flögri milli runnanna í garðinum, en vegna myrkurs og of mikillar fjarlægðar sá ég ekki tegundina, en taldi víst að þetta væru músarindlar sem eru hér af og til á sveimi, enda stærðin svipuð.
En í hádeginu í gær sá í rauðgulan lit á bringu fuglsins sem ég sá nú óvenju vel vegna meiri birtu en dagana á undan og vissi um leið að þetta var Glóbrystingur, enda hafa slíkir fuglar sótt okkur heim áður og einn þeirra sem lét hér lífið var stoppaður upp og er stofuprýði hjá okkur.
Þessir litlu vinir okkar þyrftu á því að halda að veðurguðirnir væru okkur hliðhollir svo þeir lifi veturinn af, en varla er von til þess....þó alltaf megi maður halda í vonina !
Sunday, January 23, 2011
Gott vetrarveður - í upphafi Þorra !
Í þetta sinn slepptum við því að fara á þorrablótið sem haldið var hér í gærkvöld.
Vegna heilsufars húsbóndans vorum við heima í rólegheitum og snæddum þorramat, lásum og horfðum á sjónvarp meðan margir bæjarbúar skemmtu sér í Herðubreið.
En veðrið þessa helgi hefur verið einstaklega gott, og 7-9 stiga hiti, svo snjór og hálka er smám saman að hverfa. Við brugðum okkur því smá rúnt í blíðunni til að kanna fuglalíf fjarðarins og anda að okkur hreinu lofti.
Við kláruðum líka að taka niður jólaseríur sem voru utandyra og sáum þá afar fallegt sólarlag út við fjarðarmynnið, en nú er tæpur mánuður þar til sólin verður farin að sjást hér um allan bæ á ný, eftir 4ra mánaða fjarveru í vetur.
Þá verður nú glatt á hjalla og sólarkaffi drukkið í hverju húsi bæjarins :)
The weather has been rather bad the last few weeks, but this weekend as well as the last one too, have been very nice. Even we still can´t see the sun downtown we can see it on the mountains and we look forward to see the sun down here again after 4 months away this winter...
Sunday, January 16, 2011
Töfraheimur frosts og funa !
Það eru forréttindi að ferðast í jafn fallegu veðri og við gerðum í dag, um öræfi landsins. Þegar himininn er heiður og sólin skín á fannhvíta jörð í 15 stiga frosti og hrímþoku, þá verður umhverfið meira og minna eins og töfraveröld sem ekki er hægt að lýsa með myndum nema að litlu leyti.
Það glitraði allt og lá við að maður fengi ofbirtu í augun og ég gat ekki stillt mig um að smella af myndum í allar áttir, þó árangurinn væri ekki eins góður ég hefði kosið, enda kann ég takmarkað á nýju myndavélina okkar, sem á víst að geta tekið spes góðar myndir ef rétt er með farið.
Ég hef aldrei tekið eftir því að Jökulsá á Fjöllum verður eins og úfið hraun á að líta í slíkum vetrarham, því hvergi sést í vatn, aðeins klaka og snjóhröngl sem lítur út eins og hraun sem snjór hylur.
On our way from Húsavík to Seyðisfjörður last sunday we got a lovely sunny day and even it was freezing (-15°) it was so beautiful to see the snow glittering like diamonds all over. It was very special and no photo can show it like it really is !!!
Góð ferðahelgi !
Þó að Rúnar minn hafi verið svo óheppinn að rifbeinsbrjóta sig einu sinni enn, þá var hann nógu hress til að koma með mér norður til mömmu, því veðurspáin fyrir helgina var óvenju góð og ég hef reynt að sleppa ekki góðri ferðahelgi til að skreppa til hennar, eigi ég þess nokkurn kost.
Eins og svo oft áður vorum við sérstaklega heppin, því sólin skein alla helgina og við gátum farið rúnt um bæinn með mömmu og notið fegurðarinnar sem býr í snævi þöktu landinu þegar geislar sólarinnar lýsa það upp.
Bærinn er að hluta til í vetrardvala eins og sjá má á hvalabátunum sem kúra á legunni í höfninni, umvafðir seglum gegn vetrarveðrunum.
En það var líka gaman að sjá Húsvíkinga fjölmenna í skíðalyftuna sem stendur við lóðamörkin á framhaldsskólanum og örstutt frá mínu gamla heimili í brekkunni.
Fyrsta Þorrablót ársins var haldið í íþróttahöllinni á laugardagskvöldið og var mjög skemmtilegt að sögn góðra vina sem þar voru staddir...
Á leiðinni heim ókum við fram á nokkra tugi hreindýra sem voru að narta í gróður við vegbrúnina á Jökuldalsheiðinni, en tóku á sprett þegar bíllinn nálgaðist.
We had lovely weekend in Húsavík, visiting my mom and some friends as well. We got lovely weather, sunny days and it makes holidays always so nice. Here are some photos taken from different points of view in town like it is now in t he middle of winter :) On our way back home we saw 60-80 rendyr up on the mountains, trying to find some grass to eat by the road, it´s always nice to see those beautiful animals wild in the nature and a big wonder how they can survive in all this snow for such a long winter...
Tuesday, January 11, 2011
Gömul GULLKORN !
Mér datt í hug að setja hér gamalt efni til tilbreytingar, en ég útbjó vefsíðu fyrir ca. áratug, en glataði henni fyrir nokkrum árum þegar við skiptum um netþjónustu.
Hér koma nokkur af þessum gullkornum sem ég hafði safnað og held ennþá mikið uppá:
ÞROSKI felst í því að elska óháð væntingum !
SANNLEIKURINN breytist ALDREI, hann er ÓHAGGANLEGUR !
Það er HUGURINN sem ávallt byggir allt !
Skuggarnir eru GJAFIR KÆRLEIKANS eins sannarlega og ljósið er það
EKKERT er sterkara en VILJI mannsins !
Góðar bækur geta aðeins vísað veginn, lærdómurinn er í ÞÉR sjálfum !
EKKERT er fljótara en HUGUR MANNSINS !
Allt sem þér vitið um Guð, himinn og helvíti, er í yðar eigin sjálfi !
ALLIR eru jafnir fyrir LÖGMÁLI GUÐS !
Dæmdu ALDREI mannveru eftir líkamlegri heilsu eða útliti !
ANDLEGI VILJINN er AFLIÐ SJÁLFT !
Óttinn er eins og strokleður sem þurrkar út það góða sem við viljum gera
Þeim sem TRÚIR er enginn hlutur ómögulegur !
Enginn vísindamaður getur krufuð kærleikann eða skapað fræ sem blómstrar lífi !
HIMNARÍKI er ásigkomulag vitundarinnar !
Helmingur af öllum okkar meinum á upptök sín í huga mannsins einum !
KÆRLEIKURINN er eina vopnið sem við þurfum í lífinu !
Í náttúrunni er hvorki um umbun né refsingu að ræða, aðeins AFLEIÐINGU !
ÞEKKINGIN er eins og TRÉ sem er lengi að vaxa !
GUÐ táknar óendanleikann !
Sunday, January 09, 2011
Óveður og ófærð á nýju ári ....!
Það verður að segjast eins og er að veðrið og ófærðin á þessu nýja ári hefur verið með eindæmum leiðinlegt. Eini dagurinn sem var sæmilega fært bæði fyrir bíla og flugvélar var 5. jan. en þá fóru einmitt öll börnin okkar, tengdadóttir og barnabörnin til síns heima. Strákarnir og Hildur lögðu af stað fyrir hádegi og óku suðurleiðina sem var auð nánast frá Fáskrúðsfjarðar- göngunum og suður. En ég keyrði Jóhönnu og börnin í flug síðdegis og rétt komst klakklaust til baka, því ekki sá á milli stika í kófinu, þó ekki væri mikil ófærð, þá var blindan stundum svo mikil að maður varð að stoppa og bíða. Og ófærðin hér í bænum er líka leiðinleg og tilgangslaust að reyna að moka, því það snjóar jafnóðum yfir allt. Það kom líka rigning og asahláka ofan í snjóinn sem gerði auðvitað illt verra, því það stóð svo stutt að það gerði ekkert gagn.
En ekki hef ég þurft að kvarta yfir mjólkurskorti eða vöruleysi, því ég er HOME ALONE og þarf ekki mikið, svo ófærðin hefur ekki áhrif á mig þess vegna, eins og suma aðra.
Í gær kvöddum við líka aldursforseta bæjarins hana Fíu okkar sem var á 98. aldursári og merkilegt nokk, ég komst á bílnum til kirkju, því búið var að skafa helstu götur, en veit ekki hvort ráðlegt er að reyna að hreyfa hann í dag, því svo hefur bætt á snjóinn í nótt og ekkert mokað hér í okkar götu ennþá, hvað sem verður ???
Ég vorkenni öllum fuglunum sem þurfa að hýrast úti þessa löngu, köldu og dimmu daga og hafa lítið eða ekkert æti, svo ég ber út daglega fóður handa þeim, mest korn og brauð en einnig þá fitu sem fellur til á heimilinu og epli fyrir þá fáu þresti sem eiga leið um, en einn svartþröstur dvaldi hjá okkur hálfan des. og gráþröstur hefur séðst hér eftir áramótin, en lítið borið á öðrum flækingum....
Áramótin 2010-2011
Áramótaveðrið var ljómandi gott. Kvöldið hófst á Kalkúnaveislu og eftirrétti, en síðan var ekið inn fyrir Langatanga til að fylgjast með brennunni og flugeldasýningunni sem var að þessu sinni staðsett við Þórsmörk. Þegar við komum aftur heim var horft á Skaupið eins og venjulega, en síðan drifum við okkur með 1 tertu í kaffi til Kristrúnar og Birgis eins og undanfarin ár og þar var mikil flugeldaskothríð um miðnættið. Adam litli fékk meira að segja að halda á neyðarblysum með afa sínum og var stoltur af og skemmti sér vel eins og strákar Ástu Guðrúnar og Símonar.
Subscribe to:
Posts (Atom)