Saturday, October 15, 2011
Fjölbreytt dýralíf...
Eitt af því fyrsta sem maður tók eftir þegar við komum til Grikklands, var fjölbreytt smádýralíf, enda fengu flestir að kenna á flugnabitum, mismikið að vísu. En fleira mátti sjá en flugur, m.a. varð allt morandi í froskum þegar fór að rigna og þá urðu þúsundfætlur líka mjög áberandi. Hinsvegar sáum við bara engisprettur, bænabeiður og bjöllur á meðan sólin skein. Stór fiðrildi voru líka á sveimi, en það er mjög erfitt að ná myndum af þeim, svo ég læt nægja þessar fáu myndir sem hér fylgja með. Það eina sem við kærðum okkur EKKI um að sjá eða mæta var eiturslanga. Sú ósk rættist, enda eru sennilega engar slöngur á ferðinni þegar svo langt er liðið á haustið. En mikið var líka af fuglum, stórum og smáum og t.d. sáum við svöluhreiður á gangveggnum við herbergið okkar. Það er eins og hálf leirskál sem límd er við vegginn.... eins og sjá má á meðfylgjandi mynd...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment