Saturday, October 15, 2011

Heimferðin !




Á heimleiðinni þurftum við aftur að millilenda í Frankfurt og gista eina nótt, áður en við komumst í flugvél Icelandair, Surtsey, til að komast aftur heim til Íslands. Við borðuðum öll kvöldin í Frankfurt á sama veitingahúsinu og gistum aftur á sama hóteli, við hliðina á háværu lestunum. Við snæddum morgunverð á hótelinu þennan síðasta morgunn, en síðan tók við bið eftir rútunni og lengri bið á flugvellinum, því seinkunn varð á komu vélarinnar. Vigdís Finnbogad. fv. forseti var samferða okkur á heimleiðinni, því hún var að koma af bókamessunni sem var ný hafin í borginni einmitt þessa daga, þar sem Ísland var í heiðurssæti.
Þessi seinkunn varð til þess að við lentum í Keflavík á síðustu stundu til að geta komist með rútunni á flugvöllinn í Reykjavík til að ná fluginu austur sem við áttum pantað. Það tókst og þeir áhafnarmeðlimir sem fara áttu út á sjó um miðnættið, komust leiðar sinnar og ég sömuleiðis heim um leið, en Rúnar varð eftir fyrir sunnan og keyrði austur á bíl dóttur okkar sem verður hér til sölu á næstunni....

1 comment:

Asdis said...

Hæ. Var að skoða myndirnar og lesa hér að neðan, þetta hefur verið skemmtileg ferð og margt sem þið hafið séð og upplifað. Geri nú samt ráð fyrir að ykkur þyki best að vera komin heim. Kær kveðja Ásdís