Saturday, October 15, 2011
Uppskerutími ávaxta....!
Í svona suðlægu landi er auðvelt að rækta alls konar ávexti og grænmeti. Næstum því í hverjum garði mátti sjá einhver ávaxtatré eða berjarunna og var ekki laust við að mann langaði að fara að tína mandarínur, sítrónur, lime, vínber, granatepli, tómata, hindber og fleiri berjategundir sem ég þekki ekki fyrir víst. Falleg blómstrandi garðablóm voru enn í blóma, en sum þeirra lifa varla af hér á landi, þó þau séu höfð innan dyra við gott atlæti.
Hér heima erum við að berjast við að rækta hindber og jarðarber með sæmilegum árangri ef vel viðrar, en lítið þýðir að rækta suðrænni plöntur nema í gróðurhúsum, það er mín reynsla að minnsta kosti, því miður....!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment