Saturday, October 15, 2011

Thessaloniki höfuðborg Makedóníu




Einn daginn skruppum við í síðdegisferð til gömlu höfuðborgarinnar Þessaloniki. Þar skoðuðum við m.a. það sem ennþá stendur uppi af gömlu borgarmúrunum en þar fór fram myndataka af uppáklæddum brúðhjónum. Við skoðuðum líka eina fallega kirkju, auk fleiri sérstakra staða í miðborginni. Þarna í miðbænum mátti líka sjá glerpýramída sem glóði í bláu ljósi og á honum var lítil hurð sem hægt var að skríða inn um. Örugglega eitthvað sérstakt ???
Enginn tími var fyrir verslun og viðskipti, enda ferðin ekki farin í þeim tilgangi. Önnur ferð var farin síðar til innkaupa, en við kusum að sleppa henni og vera í rólegheitum í Pefkohori, þar sem við reyndar versluðum heilmikið af jólagjöfum og fleiru.
Hópurinn fór líka í stutta kvöldsiglingu um höfnina áður en við snæddum margréttaðan kvöldverð þar sem matsalurinn var fullur af heimamönnum sem voru að skemmta sér, líklega í afmælisveislu eða annað álíka og hljómsveitin spilaði þjóðlega tónlist,sem var svo hávær að á endanum flúðum við öll út og ákváðum að flýta för okkar heim í stað þess að taka þátt í gleðskapnum...

No comments: