Saturday, October 15, 2011
Ævintýri á gönguför...!!!
Úr sól og blíðu í rok og rigningu.
Næst síðustu nóttina okkar í Pefkohori fór að hellirigna og því fylgdi rok, þrumur og eldingar sem héldust fram á morgunn. Við tókum deginum rólega, fórum í góðan göngutúr og kíktum í búðir og þegar við gengum út úr einni þeirra, þá biðu 2 stórir hundar fyrir utan og hófu að fylgja okkur þétt eftir, hvert sem við fórum. Þegar við gengum næst inn í verslun, þá ætluðu þeir inn með okkur en voru reknir út af afgreiðslufólkinu. En þegar við snerum út aftur, lágu þeir bara rólegir og biðu okkar og héldu eftirförinni áfram. Nokkrir fleiri hundar slógust í hópinn um stund og þeir tóku upp á því að pissa á vínberjakassa sem staðsettir voru utan dyra við verslun eina í of lítilli hæð til að fá frið fyrir þeim, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Að lokum þegar við gengum heim á hótelið, fylgdi einn hundurinn okkur heim að dyrum. Við fréttum síðan að talsvert væri um útigangshunda og ketti þarna, enda sáust þeir víða en virtust ekki illa haldnir og geltu ekki eða ógnuðu á nokkurn hátt. Þeir nusuðu bara af okkur og nudduðu sér utan í buxurnar okkar eins og kettir gera svo gjarnan.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment