Friday, October 14, 2011
Frankfurt
Þriðjudaginn 4. okt. lögðum við af stað til Frankfurt, 42 manna hópur, þ.e. áhöfn Gullvers og eigendur og makar. Allt gekk samkvæmt áætlun til að byrja með, við gistum þar eina nótt og áttum síðan að halda áfram til Grikklands, en þá var komið verkfall þar, svo við vorum strandaglópar einn dag, áður en við gátum haldið af stað. En þessa 2 daga í borginni notuðum við vel. Veðrið var líka gott og við gátum skoðað okkur um, auk þess sem haustútsölur voru í flestum verslunum og því óvenju hagstætt að kaupa ýmislegt eins og fatnað og skó í H&M og C&A.
Ég ætlaði ekki að versla neitt, en gat svo ekki sleppt því þegar ég rakst á ýmislegt sem ég gat notað sem jólagjafir, auk fatnaðar sem kom sér vel. Hótelið sem við gistum á var staðsett nokkra metra frá járnbrautinni, þar sem gríðarlangar flutningalestir voru á ferð allan sólarhringinn með skröltandi vagna, svo flestir urðu fyrir ónæði á næturnar. Að öðru leyti var allt gott að segja um veru okkar í borginni og það munaði litlu að við gætum kíkt á bókastefnuna, þar sem Íslendingar voru heiðursgestir.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment