Saturday, October 15, 2011

Kveðjuveislan




Gríska stafrófið er eiginlega svolítið svipað og það rússneska. Nokkrir stafir eru þeir sömu í báðum tilvikum eins og V sem er á hvolfi en táknar L og D sem er eins og þríhyrningur eða pýramídi. Þó ég hafi reynt að skilja þetta stafróf, þá vafðist það mikið fyrir mér, en Rúnar hinsvegar kann öll sér-grísku táknin, því þau eru líka notuð í stærðfræði, allt frá Alfa, beta, delta, gamma og til síðasta stafsins Omega. Hann vissi t.d. að Sigma er táknið fyrir S sem vantar í þeirra stafróf.
En svo ég víki að öðru, þá var síðasta kvöldið í Grikklandi helgað kveðjustund, þar sem einn skipverja er hættur störfum fyrir aldurs sakir, þ.e. Jón Grétar Vigfússon, sem áratugum saman hefur verið á sjó. Við snæddum fínan kvöldverð saman og sögur voru sagðar af ýmsum atvikum frá fyrri árum. Að lokum söng hún Sigga einsöng með geysilega sterkri röddu og við nokkrar eiginkonur skipverja sungum undir með henni. Þetta var vel lukkað kvöld og allir skemmtu sér hóflega og starfsfólkið virtist líka hafa gaman af að taka þátt í fjörinu með okkur :)

No comments: