Sunday, October 02, 2011

Haustroði 2011





Laugardaginn 1. okt. var hin árlega skemmtun Haustroði á Seyðisfirði. Þá komu saman allir þeir sem höfðu eitthvað að selja og settu upp markað, með matvæli jafnt sem notuð föt, bækur, DVD myndir og annað sem fólk hefur ekki þörf fyrir. Þarna var fjöldi manns, bæði að selja og skoða og kaupa og nokkuð mikið var um aðkomufólk frá nágranna-sveitarfélögunum sem greinilega kunnu að meta þessa uppákomu. Einnig var samkeppni í gangi um bestu heimatilbúnu sultu haustsins og var það Anna Kristín Jóhannsdóttir sem fékk aðalverðlaunin fyrir blandaða sultu, en einnig fengu verðlaun þær Guðlaug Vigfúsdóttir og Sigríður Þ. Sigurðard. fyrir rabbarbara og krækiberjasultur eða hlaup. Sjálf setti ég inn blandaða sultu en vann ekki verðlaun að þessu sinni, enda búin að fá minn skerf, því ég vann í hittifyrra fyrstu verðlaun fyrir sólberjasultuna mína. Hinsvegar sendi ég inn 2 myndir í ljósmyndakeppnina fyrir okkur Rúnar bæði og myndin sem ég sendi fyrir Rúnar fékk 2 verðlaun (hvíta rós) en Einar Bragi fékk fyrstu verðlaun fyrir sína mynd (flugferð til Rvk). Bæjarbúar kusu bestu myndina og voru það nokkuð margar myndir sem hægt var að velja um.
Að lokum skal þess getið að þennan sama dag fór lítill hópur fólks gangandi upp á Fjarðarheiði til að minna á nauðsyn þess að fá jarðgöng og hafi þau þökk fyrir dugnaðinn og viljann í þessari erfiðu baráttu....

No comments: