Sunday, December 25, 2005
Jólastrákurinn Adam
Sæl öllsömul, eru ekki allir saddir og sælir af jólamatnum ? ;-)
Á þessu heimili eru allir úttroðnir, en ekki get ég nú sagt að mér líði neitt sérstaklega vel með svona fullan maga, satt að segja líður mér best þegar ég er hvorki södd eða svöng, en það er erfitt að skammta sér hæfilega þegar jólamaturinn er annars vegar. Einn var það þó á okkar heimili að þessu sinni sem smakkaði EKKI á jólamatnum, það var jólastrákurinn okkar hann ADAM og var mjög sáttur með það, sæll eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Jólaveðrið hefur verið mjög óvenjulegt hér að þessu sinni, rauð jól, stillt og bjart, frost í gær (á aðfangadag) en í dag kom brakandi þurrkur með 10 stiga hita. Við fórum því í langan labbitúr með Adam í kerru, hann svaf eins og engill í þessu fína veðri og við hin gátum með betri samvisku haldið áfram að borða veislumat, þegar heim var komið á ný.
Til gamans má geta þess í lokin að nokkrar jólamyndir eru komnar inn í netalbúm á sömu slóð og venjulega: http://photos.yahoo.com/sollasig54 ef einhvern langar að kíkja.
Læt þessu jólaspjalli lokið að sinni með ósk um gleðilega jólarest til handa öllum....
Thursday, December 22, 2005
Jólastressið mælt og vegið...!
Heil og sæl !
Loksins, loksins … nú er orðið ansi langt síðan ég sat við skriftir síðast. Aðalástæðan er sú að “bloggið” er aftarlega í forgangsröðinni en einnig 3ja vikna netsambandsleysi sem óhjákvæmilega hafði sitt að segja. Reyndar var ég búin að skrifa nokkuð langa romsu í fyrrakvöld um jólastress og fleira, en svo slysalega vildi til, að öll herlegheitin hurfu út í veður og vind (í bókstaflegri merkingu) því um leið og ég smellti á hnappinn til að vista skrifin, þá fraus sambandið. Ég hafði ekki verið nógu forsjál að vista afrit fyrst, enda ekki þurft þess áður og glataði þar með þessari kvöldvinnu. Aftur settist ég niður í gærkvöld og gerði heiðarlega tilraun til að endurtaka leikinn í styttri útgáfu, en allt fór á sömu leið, mér og nærstöddum til mikillar furðu. En að þessu sinni átti ég þó eftirfarandi afrit:
"Að þessu sinni ákvað ég að láta ekki hið alræmda jólastress ná tökum á mér og liður í því var að sleppa öllum smákökubakstri. Keypti nokkrar sortir af slysavarnakonum og í KHB, það var fljótgert og kemur í sama stað niður. Nokkrar tertur voru þó settar í ofninn og að sjálfsögðu var laufabrauðið steikt, enda er það jafn ómissandi á okkar heimili á jólunum og hangikjötið. Ég hélt líka fyrri venju, að versla meirihluta jólagjafanna í sumarfríinu og var búin að ganga frá þeim um miðjan nóvember. Þessi siður hefur lengi létt mér jólaundirbúninginn og gert mér fært að slappa af við jólakortagerð sem tekur vissulega sinn tíma, en er að mínum dómi svo skemmtilegt föndur, að það er nánast ómissandi í einhverjum mæli. Satt að segja finnst mér aðventan vera sá tími sem við ættum að njóta sem mest, m.a. með því að gera það sem okkur langar til að gera, hvort sem það er að föndra, létta okkur upp með því að fara út að borða, skoða í búðir, taka þátt í þeim uppákomum sem standa til boða eða gera hvað annað sem okkur dettur í hug.
Ég vona að við eigum öll gleðilega jólahátíð fyrir höndum og óska þess að komandi ár verði okkur öllum farsælt. Megi jólastressið víkja fyrir þeim kærleika og ró sem við viljum að einkenni friðarhátíð frelsarans". GLEÐILEG JÓL
Loksins, loksins … nú er orðið ansi langt síðan ég sat við skriftir síðast. Aðalástæðan er sú að “bloggið” er aftarlega í forgangsröðinni en einnig 3ja vikna netsambandsleysi sem óhjákvæmilega hafði sitt að segja. Reyndar var ég búin að skrifa nokkuð langa romsu í fyrrakvöld um jólastress og fleira, en svo slysalega vildi til, að öll herlegheitin hurfu út í veður og vind (í bókstaflegri merkingu) því um leið og ég smellti á hnappinn til að vista skrifin, þá fraus sambandið. Ég hafði ekki verið nógu forsjál að vista afrit fyrst, enda ekki þurft þess áður og glataði þar með þessari kvöldvinnu. Aftur settist ég niður í gærkvöld og gerði heiðarlega tilraun til að endurtaka leikinn í styttri útgáfu, en allt fór á sömu leið, mér og nærstöddum til mikillar furðu. En að þessu sinni átti ég þó eftirfarandi afrit:
"Að þessu sinni ákvað ég að láta ekki hið alræmda jólastress ná tökum á mér og liður í því var að sleppa öllum smákökubakstri. Keypti nokkrar sortir af slysavarnakonum og í KHB, það var fljótgert og kemur í sama stað niður. Nokkrar tertur voru þó settar í ofninn og að sjálfsögðu var laufabrauðið steikt, enda er það jafn ómissandi á okkar heimili á jólunum og hangikjötið. Ég hélt líka fyrri venju, að versla meirihluta jólagjafanna í sumarfríinu og var búin að ganga frá þeim um miðjan nóvember. Þessi siður hefur lengi létt mér jólaundirbúninginn og gert mér fært að slappa af við jólakortagerð sem tekur vissulega sinn tíma, en er að mínum dómi svo skemmtilegt föndur, að það er nánast ómissandi í einhverjum mæli. Satt að segja finnst mér aðventan vera sá tími sem við ættum að njóta sem mest, m.a. með því að gera það sem okkur langar til að gera, hvort sem það er að föndra, létta okkur upp með því að fara út að borða, skoða í búðir, taka þátt í þeim uppákomum sem standa til boða eða gera hvað annað sem okkur dettur í hug.
Ég vona að við eigum öll gleðilega jólahátíð fyrir höndum og óska þess að komandi ár verði okkur öllum farsælt. Megi jólastressið víkja fyrir þeim kærleika og ró sem við viljum að einkenni friðarhátíð frelsarans". GLEÐILEG JÓL
Friday, November 18, 2005
Augnaðgerð afstaðin
Heil og sæl.
Nú er orðið ansi langt síðan ég hef gefið mér tíma til að "blogga" og ber auðvitað við tímaskorti. Aðalmálið s.l. vikur hefur verið gömlu myndirnar hennar Pálínu Waage, en hún treysti mér til að sortera þær og koma þeim í hendur þeirra mörgu aðila sem eiga að fá þær, ásamt því að skrá upplýsingar um þær myndir sem hún var ekki búin að ganga frá. En elstu myndirnar eiga að fara á safnið á Seyðisfirði og nokkrar eiga að fara á Myndasafn Austurlands á Egilsstöðum. Það varð líka samkomulag okkar á milli að ég skannaði þessar gömlu myndir og léti eintök af þeim öllum fara á bæði söfnin til öryggis.
Mál nr. 2 sem auðvitað skiptir mig persónulega miklu máli, var sú ákvörðun að fara í leysigeisla augnaðgerð. Nú er þessi aðgerð afstaðin og tókst mjög vel. Aðgerðin sjálf var lítið mál, bæði var hún sársaukalaus og tók aðeins smá stund. Hitt er annað mál, að viðbrigðin voru mikil og raunar öðruvísi en ég bjóst við. Það sem ég ekki hafði gert mér grein fyrir, var sú staðreynd að ég glataði alveg minni góðu sjón á allt sem er í 1 til 2 metra fjarlægð. Mér var sagt að ég ætti að geta séð á úrið mitt, lesið á verðmiða í búðum og pikkað á farsímann gleraugnalaust, en því miður, það get ég alls ekki og það var mikið sjokk. Ég sé hinsvegar allt vel sem er í margra metra fjarlægð. Vonir standa til að þetta lagist með tímanum, enda ekki nema sólarhringur síðan aðgerðin fór fram og því ekki rétt að dæma um þetta strax. En ég varð að fara beina leið í næsta apótek og fá mér gleraugu uppá +2 til að geta lesið, skrifað og sinnt daglegum störfum mínum. Þessi skrif eru mín fyrsta tilraun til að nota þessi gleraugu sem framvegis munu fylgja mér, þó ekki þurfi ég alltaf að hafa þau á nefinu. Spurningin er því sú, hvort þessi aðgerð standi undir væntingum ? Ég held það sé ekki tímabært að dæma um það.
Vafalaust mun ég venjast þessu gjörbreytta ástandi, en ansi er ég hrædd um að ég eigi lengi eftir að sakna nærsýninnar minnar, hún hafði sína kosti sem komu í ljós þegar ég missti þá, enda veit enginn hvað átt hefur fyrr en misst hefur, það eru orð að sönnu.
Ég ætla að leggja mig fram um að vera bjartsýn og treysta því að þetta sé tímabundið ástand sem eigi eftir að lagast. Er sannfærð um að svona aðgerð er sannkallað kraftaverk fyrir þá sem eru mjög fjarsýnir, en fyrir hina sem eru lítið nærsýnir er stórt spurningarmerki og nauðsynlegt að þeir viti nákvæmlega hvað þeir missa og hvað þeir fá í staðinn....
Svo mörg voru þau orð að þessu sinni, lifið heil....
Nú er orðið ansi langt síðan ég hef gefið mér tíma til að "blogga" og ber auðvitað við tímaskorti. Aðalmálið s.l. vikur hefur verið gömlu myndirnar hennar Pálínu Waage, en hún treysti mér til að sortera þær og koma þeim í hendur þeirra mörgu aðila sem eiga að fá þær, ásamt því að skrá upplýsingar um þær myndir sem hún var ekki búin að ganga frá. En elstu myndirnar eiga að fara á safnið á Seyðisfirði og nokkrar eiga að fara á Myndasafn Austurlands á Egilsstöðum. Það varð líka samkomulag okkar á milli að ég skannaði þessar gömlu myndir og léti eintök af þeim öllum fara á bæði söfnin til öryggis.
Mál nr. 2 sem auðvitað skiptir mig persónulega miklu máli, var sú ákvörðun að fara í leysigeisla augnaðgerð. Nú er þessi aðgerð afstaðin og tókst mjög vel. Aðgerðin sjálf var lítið mál, bæði var hún sársaukalaus og tók aðeins smá stund. Hitt er annað mál, að viðbrigðin voru mikil og raunar öðruvísi en ég bjóst við. Það sem ég ekki hafði gert mér grein fyrir, var sú staðreynd að ég glataði alveg minni góðu sjón á allt sem er í 1 til 2 metra fjarlægð. Mér var sagt að ég ætti að geta séð á úrið mitt, lesið á verðmiða í búðum og pikkað á farsímann gleraugnalaust, en því miður, það get ég alls ekki og það var mikið sjokk. Ég sé hinsvegar allt vel sem er í margra metra fjarlægð. Vonir standa til að þetta lagist með tímanum, enda ekki nema sólarhringur síðan aðgerðin fór fram og því ekki rétt að dæma um þetta strax. En ég varð að fara beina leið í næsta apótek og fá mér gleraugu uppá +2 til að geta lesið, skrifað og sinnt daglegum störfum mínum. Þessi skrif eru mín fyrsta tilraun til að nota þessi gleraugu sem framvegis munu fylgja mér, þó ekki þurfi ég alltaf að hafa þau á nefinu. Spurningin er því sú, hvort þessi aðgerð standi undir væntingum ? Ég held það sé ekki tímabært að dæma um það.
Vafalaust mun ég venjast þessu gjörbreytta ástandi, en ansi er ég hrædd um að ég eigi lengi eftir að sakna nærsýninnar minnar, hún hafði sína kosti sem komu í ljós þegar ég missti þá, enda veit enginn hvað átt hefur fyrr en misst hefur, það eru orð að sönnu.
Ég ætla að leggja mig fram um að vera bjartsýn og treysta því að þetta sé tímabundið ástand sem eigi eftir að lagast. Er sannfærð um að svona aðgerð er sannkallað kraftaverk fyrir þá sem eru mjög fjarsýnir, en fyrir hina sem eru lítið nærsýnir er stórt spurningarmerki og nauðsynlegt að þeir viti nákvæmlega hvað þeir missa og hvað þeir fá í staðinn....
Svo mörg voru þau orð að þessu sinni, lifið heil....
Saturday, October 29, 2005
Vetur konungur...
Það má segja að Vetur konungur hafi sýnt flestum landsmönnum klærnar undanfarna daga, því enginn landshluti hefur farið varhluta af kulda og snjókomu.
Ég brá mér út með myndavélina í gærmorgun til að festa á "kort" eitthvað af dúnmjúkri mjöllinni sem sallaðist niður. Hún kallaði fram fyrstu jólatilfinninguna hjá mér. Mig langaði allt í einu svo mikið að setjast niður og byrja að föndra, en það hefur einmitt verður árlegur siður hjá mér að útbúa jólakortin sjálf og gjarnan bæta við einhverju nýju jóla....skrauti.
Ég ætla að trúa því, þar til annað kemur í ljós, að veðurdraumur sem mér var sagður um síðustu helgi, þýði að snjórinn staldri ekki lengi við í vetur ;-) Mestu er þó um vert að landsmenn sleppi vel frá kvefpestum og flensum, að ógleymdri fuglaflensunni sem fréttamenn hafa verið að hræða landann með að sé yfirvofandi.
En nú er tímabært að skríða undir hlýja sæng og kíkja í bókina LÍFSSÝN MÍN eftir Erlu Stefánsd. sem enginn er svikinn af að lesa, enda fjallar hún m.a. um gildi kærleikans, ótal andans heima og lífverur bæði hér og þar. Mjög forvitnilegt og fróðlegt fyrir okkur öll sem ekki höfum hlotið þá vöggugjöf að sjá slíkar sýnir.
Megið þið öll eiga góða helgi og njóta drauma sem boða gott !
Tuesday, October 25, 2005
Leiðrétting !
Ég set hér inn slóð á albúm með ýmsum myndum, sem ég setti á netið og held áfram að bæta í það með tímanum.
Rétta slóðin er núna: https://www.flickr.com/photos/sollasig54/
Rétta slóðin er núna: https://www.flickr.com/photos/sollasig54/
Monday, October 24, 2005
Afmæli kvennafrídagsins !
Vaaá, það virðast hreint ekki vera liðin 30 ár frá fyrsta kvennafrídegi á Íslandi sem haldinn var með eftirminnilegum hætti þann 24. okt. 1975. Við sem erum nógu gömul munum auðvitað vel eftir honum. Þá voru aðalhátíðahöldin í Reykjavík og við sem vorum á landsbyggðinni létum margar nægja að fylgjast vel með fréttum og sýna samstöðu með því að taka okkur frí frá störfum þann dag.
Að þessu sinni voru seyðfirskar konur duglegar að halda upp á daginn. Nokkrar framtakssamar konur hér í bæ skipulögðu samkomu á kaffihúsinu Öldunni, þar buðu karlkyns starfsmenn upp á kaffi og vöfflur á hóflegu verði. Þangað mættu 60-70 konur sem sungu saman og skemmtu hver annarri með upplestri af ýmsu tagi. Meðfylgjandi mynd sýnir hluta hópsins, en fleiri myndir verða fljótlega settar í albúm á slóðinni: http://www.solveig54.blogspot.com
Bæjarstjórinn var eini fullorðni karlmaðurinn sem mætti á svæðið ásamt 2 fréttamönnum frá sjónvarpinu, en segja má að þeir sýni okkur nokkra virðingu með því að telja samkomuna fréttaefni... eða hvað ?
Thursday, October 20, 2005
Fyrirbænir óskast !
Mig langar til að segja frá því að góðkunningi okkar Seyðfirðinga, Kalli Svavars á pósthúsinu liggur mjög veikur á sjúkrahúsi í Reykjavík. Hans er sárt saknað af samstarfsfólki, ættingjum og vinum. Hann hefur lengi verið góður félagi minn eins og svo margra annarra. Mig langar að byðja hvern þann sem les þessar línur, að hugsa hlýlega til hans og byðja fyrir honum og góðum bata honum til handa. Hafið mínar bestu þakkir fyrir.
Smá viðbót...
Hæ hæ !
Bára Mjöll samstarfskona mín á bókasafninu (sjá tengil) minnti mig á (sjá hennar blogg) að ég hafði ekki nefnt tímann sem það tók okkur að fara fyrrnefnda ferð til Hornafjarðar.
Þannig er mál með vexti að klukkan í rútunni var nákvæmlega 08:47 þegar við lögðum af stað og hafði ekkert breyst þegar við komum til baka, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Það væri munur ef allar ferðir gengju "svona vel"....
Tuesday, October 18, 2005
Óvissuferðin
Það var sannkölluð óvissuferð sem beið okkar, bæjarstarfsmanna (og maka) sem fórum í helgarferð til að upplifa Rokkhátíðina á Höfn í Hornafirði. Beggi Tomm bílstjóri ók okkur fyrsta spölin, yfir Fjarðarheiði, því hávaðarok var þar uppi og ekki fýsilegt fyrir Gulla aðalbílstjórann okkar (sem er óvanur rútum) að byrja ferðina við slíkar aðstæður. En hann tók við hjá Miðhúsum og var rétt kominn inn á Fagradal þegar þær fréttir bárust okkur að Hvalnesskriðurnar væru ófærar vegna grjóthruns. Þá var úr vöndu að ráða. Eftir samráð við veitingafólk á Djúpavogi var haldið þangað, enda biðu menn þar eftir okkur með yndælis súpu og skutu svo skjólshúsi yfir þessar 49 hræður sem voru strandaglópar því leiðin í báðar áttir var lokuð tímabundið. En öll pissustoppin á leiðinni þangað eru ótalin og tóku sko X-langan tíma….!
Það gekk líka hægt að gera við skriðurnar á laugardeginum, enda miklar vegaskemmdir og veðurhæð ansi mikil. En um þrjú-leytið var lagt af stað. Þá höfðu flestir grandskoðað söfnin í Löngubúð og nánast tæmt sjoppuna af hamborgurum og öðru sem til var, enda stór hópur af svöngum Seyðfirðingum á ferð. Það gekk vonum framar að komast yfir skriðurnar, miðað við slæmt útlit og hvífyssandi öldur sem brutu á skriðunum ásamt roki og stórrigningu sem olli því að lítið sást úr út. Rútan sjálf var eins og gufubað innan dyra, móða á öllum rúðum og leki úr loftinu svo mikill, að margir voru orðnir jafn rakir að utan og innan….!
En til Hafnar komumst við tímanlega fyrir matarveisluna og sönghátíðina sem fór vel fram með fjölda ungra og efnilegra söngvara sem stigu á svið og létu ljós sitt skína. Heimamenn tóku afskaplega vel á móti okkur og maturinn sem fyrir okkur var borinn var einstaklega huggulegur og bragðaðist vel.
Á sunndag var blásið til heimferðar, en fyrst var þó farið í stutta óvissuferð niður á höfn þar sem snæddur var grillaður humar og nóg meðlæti í gömlu hafnarhúsi. Allt rann þetta fóður ljúflega niður. Síðan gengu menn léttir í spori á Jöklasýninguna glæsilegu sem nú fyllir gamla kaupfélagshúsið á Höfn. Þaðan var svo haldið heim á leið í þokusúld. Gekk sú ferð vandræðalaust og aðeins tvær pissupásur á allri leiðinni. Þar af var önnur pásan notuð til að spila golf á túni einhvers bónda sem ugglaust verður hissa þegar hann finnur golfkúlur út um allt tún hjá sér….Allir komust heilir heim þetta kvöld, það ég best veit og segi því þessa sögu ekki lengri…
Friday, October 14, 2005
Rokkveisla á Höfn
Heil og sæl
Ekki er nú veðurspáin góð, einkum þó fyrir þá sem ætla að leggja land undir fót eins og til stendur hjá mér og fjölda bæjarstarfsmanna (og maka) sem ætlum að bregða undir okkur betri fætinum og kíkja á ROKK skemmtunina sem íbúar Hafnar í Hornafirði bjóða nú landsmönnum uppá. Það stendur til að leggja af stað kl 5 í dag þrátt fyrir þessa vondu veðurspá. Vonandi gengur ferðin samt vel og trúlega verður hún bæði fróðleg og skemmtileg.
Annað mál er hitt, að einhver fáfróður lögbrjótur (einn eða fleiri) hefur tekið sig til og heimsótt Seyðisfjörð, þar sem hann/þeir spreyjuðu ljóta rauða þríhyrninga (sjá mynd) á verslunarhús KHB, trúlega í skjóli myrkurs (vesalings græningjarnir) ! Hver sá er unnið hefði heimavinnuna sína með því að kynna sér málin hér á staðnum væri þess vísari að við Seyðfirðingar höfum lítinn sem engann hag af komu Alcoa til Austurlands, amk. enn sem komið er. Þetta er eins og að hengja bakara fyrir smið, að mínu áliti, en auðvitað hefur hver sína skoðun á svona aulahætti.
Jæja, ég kveð að sinni og óska öllum sem þetta lesa GÓÐRAR HELGAR....
Wednesday, October 12, 2005
Jarðgöng lífsnauðsynleg
Sælt veri fólkið !
Mér datt í hug að fjalla aðeins um það hve aðkallandi það er að við Austfirðingar fáum hér jarðgöng á milli allra fjarða. Nýju göngin frá Reyðarfirði til Fáskrúðsfjarðar (sjá mynd) sanna a.m.k. fyrir okkur sem hér búum nauðsyn þess fyrir velflesta íbúa á Austurlandi. Ástæðurnar eru borðleggjandi, því aðeins einn menntaskóli og einn verkmenntaskóli er á svæðinu og eitt fjórðungssjúkrahús, einn flugvöllur með reglubundnar samgöngur í lofti, sitt á hverjum staðnum og þannig má áfram telja. Til að íbúar á svæðinu hafi nokkuð jafna aðstöðu, verða samgöngur á milli staða að vera miklu betri, svo hægt sé að sækja skóla, vinnu og þjónustu á öllu svæðinu (hver frá sínu heimili) án þess að aka langar leiðir yfir snjóþungar heiðar sem verða illfærar og ófærar meðan veður eru skapleg niðri í byggð. Þetta er ekki bara byggðamál okkar á Austurlandi, því fyrir velflesta ferðamenn sem hingað koma með Norrænu, eru þessir fjallvegir, eins og Fjarðarheiðin, mjög erfið þeim sem óvanir eru svona fjallvegum. Það er líka hagur allra landsmanna að eiga greiða leið kringum landið á hvaða árstíma sem er, m.a. fyrir þá sem nota ferjuna. Og síðast en ekki síst hafa þungaflutningar aukist gríðarlega. Það verður að segjast eins og er að litlar fréttir fara af þeim vandamálum sem bílstjórar þessarra stóru bíla eiga við að glíma í bröttum brekkum og beygjum ekki síst í snjó og hálku. Við sem hér búum höfum séð sýnishorn af því. Ef svo heldur fram sem horfir með auknar samgöngur og ferðamannastraum án jarðgangna, þá endar þetta með ósköpum einn daginn, því það er örugglega aðeins varkárni og/eða hræðslu flestra ökumanna að þakka að ekki hafa orðið fleiri og verri slys hér á Fjarðarheiði en raun er á. Í raun og veru veltur framtíð byggðar á Austurlandi mikið á þessu stóra máli. Við skulum vona að ráðamenn sýni þá forsjálfni að vinna rétt að þessum málum öllum landsmönnum til heilla um ókomna framtíð. Við verðum öll að leggjast á eitt og styðja slíkar framkvæmdir...
Lifið heil !
Tuesday, October 11, 2005
Brotin gleraugu !
Gott kvöld "góðir hálsar"
Hér í bæ er veturinn farinn að sýna sig, rétt eins og á norðurlandi, þó að snjórinn hér sé nú varla meira en hrím eða grátt í rót eins og sagt er. En hugur minn hvarflaði til foreldra minna sem óku frá Húsavík til Reykjavíkur í dag. Ég er sem betur fer búin að fá þær fréttir að ferðin hjá þeim gekk vel og þau eru í góðu yfirlæti hjá Diddu systur, ásamt Jóhönnu Björgu og Adam. Gott að vita það.
Annars er fátt að frétta nema það helst að gleraugun mín urðu fyrir smá slysi í morgun, ég fékk léttan bolta í þau en það var nóg til að annar "armurinn" hrökk í sundur. Ég varð því að senda þau suður með hraði til að fá nýjan "arm" og notast á meðan við gömlu gleraugun, þau eru betri en engin. Þetta óhapp hefði lítið sakað ef það væri kominn miður nóvember, því þá ætla ég að taka þá áhættu (sem auðvitað er mjög lítil ) að fara í leysigeisla-augnaðgerð 17. nóv. Ég vænti þess auðvitað að þurfa ekki að nota gleraugu eftir þá aðgerð, nema e.t.v. eftir nokkur ár, þegar aldurinn færist yfir (ehemmmm ;-) og þá trúlega aðeins til lestrar og þess háttar... En svona aðgerð er auðvitað mesta kraftaverkið fyrir fólk sem sér MJÖG ILLA , fólk sem kemst varla leiðar sinnar án gleraugna, en svo slæm er ég alls ekki. Ég verð samt ósköp fegin að losna við þessa "fötlun" þó lítil sé....!
Jæja, ætli þetta blaður sé ekki orðið nóg í bili. Sendi bestu kveðjur í allar áttir.... þar til næst....
Monday, October 10, 2005
Adam ömmustrákur
Góðan og blessaðan daginn !
Hvernig skyldi veðrið vera hjá ykkur þessa stundina ? Hér er súld og býsna haustlegt, gulnuð laufblöð liggjandi á víð og dreif, svo að gott er að kúra innandyra. En nú er best ég komi mér að aðalefni dagsins....
Fyrir ykkur sem ekki sjáið ömmustrákinn minn ADAM reglulega, vil ég setja hér eina nýlega mynd af honum og vísa ykkur á albúmið sem ég bjó til handa honum en það er á slóðinni: http://photos.yahoo.com/sollasig54
Þar eru líka fleiri albúm með nokkrum myndum frá s.l. sumri, bæði ferðinni til Skotlands sem og ættar/fjölskyldumótum hér heima á Íslandi.
Jóhanna Björg er líka með bloggsíðu: http://johannabjorg.blogspot.com þar getið þið komist inn á ýmsar síður sem tilheyra fjölskyldunni, m.a. síðuna hans Adams Oda inni á Barnaland.is en þið þurfið að nota aðgangsorð þangað inn, það er nafnið á hundinum þeirra. Ef þið ekki vitið það, hafið bara samband.
Ég læt þetta nægja af spjalli í dag, er á leið í vinnuna.
Hafið það gott, hvernig sem viðrar á ykkur...
Heyrumst /ss
Sunday, October 09, 2005
Eiríkur Hrafn skírður !
Kæri Þröstur, Birna og fjölskylda
Við óskum ykkur innilega til hamingju með skírnardaginn hans Eiríks Hrafns. Mikið hefði verið gaman að geta litið inn í eigin persónu og hitt ykkur öll. Svo eru góðar tertur alltaf vel þegnar, þó enga höfum við hungurverki :-)
Héðan er allt gott að frétta, mjög rólegt og stillt veður. Jörð var reyndar fölhvít snemma í morgun en snjóinn tók strax upp og núna síðdegis er orðið autt upp fyrir Botna.
Mig dreymdi heilmikið ferðalag í nótt, fannst við Rúnar vera með nokkrum Seyðfirðingum í erlendri borg og Lóa var líka með okkur. Spurning hvort þetta sé fyrirboði næstu ferðar okkar, en það hefur gjarnan hent mig að dreyma fyrir væntanlegum ferðalögum með góðum fyrirvara, hvort sem þær hafa verið ákveðnar eða ekki á þeirri stundu.
Annars hef ég setið stóran hluta þessa friðsæla sunnudags og skannað og skráð gamlar myndir sem komu nýlega í mínar hendur frá sr. Kristjáni Róbertssyni. Þetta eru allar myndirnar sem hann notaði í bókina Byggðasaga Seyðisfjarðar, auk fjölda annarra ónotaðra mynda. Ég fékk það hlutverk að koma þeim í hendur réttra eigenda og nota að sjálfsögðu tækifærið til að taka afrit af þeim áður. Ég læt fljóta hér með eina mynd frá stríðsárunum, þegar skipið Furious stóð í ljósum logum hér á firðinum. Lóa ætti að kannast við þetta...Mér finnst þetta mjög fræðandi og forvitnilegt, en tímafrekt er það og best að hugsa ekki um það.....!
Ég er nú á förum á minn vikulega fund með Yogahópnum mínum, þar sem við æfum saman Kundaliniyoga og hugleiðslu. Segi ykkur e.t.v. meira frá því síðar.
Við Bergþór (og Rúnar sem er úti á sjó) sendum okkar allra bestu kveðjur suður yfir heiðar í tilefni dagsins.
Hittumst heil.........
Saturday, October 08, 2005
Vefspjall Sollu
Heil og sæl
Nú ætlar nýbökuð amma að færa sig upp á skaftið og reyna að "blogga" svolítið, en þó kannski fyrst og fremst að setja inn myndir og helstu fréttir að austan, þegar tími gefst, aðallega fyrir nánustu ættingja og vini sem eru fjarri þessum ágæta stað Seyðisfirði. Það gerist nefnilega ýmislegt hér rétt eins og annars staðar og alveg jafn fréttnæmt í sjálfu sér, fer bara eftir áhugasviði hvers og eins, ekki satt ? Ég er semsagt í startholunum, að fikra mig áfram hvernig á að koma þessari síðu á laggirnar, vona að það takist þolanlega.
Í dag er fjölskyldudagur á Seyðisfirði, nefnist HAUSTROÐI og ýmislegt til gamans gert eins og sjá má á heimasíðu bæjarins, sfk.is. Söfn bæjarins eru opin, markaður er starfandi í gömlu Angró og rútuferð er á döfinni upp á Bjólf til að skoða nýja snjóflóðavarnargarðinn þar uppi. Það er líka þetta fína veður til þess, nánast logn og bjart, haustlitirnir skarta sínu fegursta og hvítir fjallatoppar umkringja bæinn. Ætli ég fari ekki að drífa mig af stað með myndavélina (auðvitað) og taka þátt í því sem í boði er.
Hafið það öll sem best, hvar sem þið eruð.
Við heyrumst og sjáumst fyrr eða síðar.
Subscribe to:
Posts (Atom)