Friday, August 15, 2008
Austfjarðatröllin
Heil og sæl öll sömul. Í dag, föstudaginn 14. ágúst mættu til Seyðisfjarðar nokkrir galvaskir kraftajötnar til að keppa um titilinn Austfjarðatröllið. Þetta er orðinn árlegur viðburður og ætíð keppt í sömu greinum hér á staðnum, en einnig keppa þeir í fleiri greinum á fjörðunum hér í kringum okkur.
Það er ótrúlegt hvað þessir ungu menn eru sterkir og leggja mikið á sig við þessar aflraunir sem eru venjulegu fólki ofviða.
Eins og undanfarin ár, þá var það Seyðfirðingurinn sterki Magnús Ver Magnússon sem stjórnaði keppninni með dyggri aðstoð hraustra áhugamanna.
Á milli keppnisatriða máttu heimamenn spreyta sig og þó nokkrir Seyðfirðingar tóku því tilboði, enda til nokkurs að vinna, þar sem flottur farsími af nýjustu gerð var í boði fyrir þann sem best stæði sig. Það var "sveitamaðurinn" stóri og sterki, Trausti Marteinsson sem stóð sig best af heimamönnum og sést hér spreyta sig með þungu tunnurnar í togi, en mér skilst að hvor tunna vegi 140 kg.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment