Tuesday, August 05, 2008

Verslunarmannahelgin 2008




Það hefur verið venja hjá okkur Rúnari flestar Verslunarmanna- helgar að bregða okkur eitthvað að heiman, þó ekki hafi alltaf verið farið langt. Að þessu sinni voru stödd hjá okkur vinahjón frá Húsavík, Sigrún og Haukur á Þórðarstöðum, sem höfðu áhuga á að koma með okkur á harmonikkuball út í Jökulsárhlíð. Við fórum samt fyrst í siglingu um fjörðinn áður en við lögðum af stað á húsbílnum upp á Hérað.
Þau höfðu með sér tjaldvagn sem við komum fyrir á skjólgóðum stað við Svartaskóg. Þar grilluðum við og höfðum það notalegt saman en skelltum okkur síðan út í Brúarásskóla þar sem ballið var haldið í íþróttahúsinu sem rúmaði vel allan hópinn sem mætti á svæðið. Það kom mér á óvart hve norðlendingar voru fjölmennir og hve klárir ungu strákarnir voru að spila, en 3 unglingar voru meira og minna á sviðinu ásamt þeim eldri og reyndari. Þessa drengi má alla sjá á meðf. mynd.
Ég hitti þarna óvænt mann sem heitir Sigurður Leósson. Ég hafði aldrei séð hann, en Leó faðir hans sem var húsasmiður var fósturbróðir Gunnars afa míns og byggði með honum húsið Arnanes, sem ég fæddist í. Einnig sá ég þarna konu sem var tvífari Lóu föðursystur minnar og hefði ég tekið feil ef ég hefði ekki verið nýbúin að hitta Lóu frænku, því svo líkar eru þær.
Jafnvel veðrið hefði getað verið verra, þó ekki væri það neitt sérstakt.
Semsagt góð helgi..!

No comments: