Sunday, August 10, 2008

Norðurland heimsótt...




Nú er ég nýkomin heim úr enn einni norðurferðinni sem gekk að flestu leyti vel. Veðrið var gott og allir hressir. Ég skrapp með mömmu og Gulla frænda austur í Arnanes að heimsækja Þórunni og Jónda og til að sýna þeim hvað þau eru búin að gera húsið fínt. Ég heimsótti líka Hillu frænku og við sátum og skoðuðum gamlar myndir og lásum gömul bréf á milli þess sem við úðuðum í okkur suðusúkklaði.
Loks dreif ég mig um hádegisbil í dag inn í Hrafnagil á Handverkssýninguna sem er þar árlega og alltaf jafn glæsileg. Meðf. myndir sýna örfá sýnishorn af því sem ég skoðaði, en þar var m.a. mikið af glervöru, svipaðri og Sigrún vinkona býr til, en ég hitti hana einmitt á sýningunni. Svo er ég mjög hrifin af máluðu steinköllunum og trévörum sem voru þarna, bæði renndar vörur og útskornar, mjög vel gert allt saman. Síðast en ekki síst eru það svo fiskibeinin sem notuð eru í þessar skemmtilegu fuglamyndir (svani o.fl.) alveg snilldar hugmynd og vel útfærð, (sjá efstu myndina).
Já það var enginn svikinn sem þarna kom, því nóg var að skoða og borða og svo hitti maður býsna marga ættingja og vini, alls staðar að af landinu og meira að segja (frændi minn) forsætisráðherra vor og frú hans voru mætt þarna á svæðið ásamt fleira góðu fólki. Ég kunni nú samt ekki við að "flassa" á þau inni í miðjum sýningarsal... ;o) Það þýðir að þið fáið enga mynd af þeim hér....!!!
Aðeins eitt atvik varð mér ekki til gleði, það voru samfundir við lögguna uppi á miðri Jökuldalsheiði, eftir að ég var nýbúin að aka fram úr bíl með hestakerru sem keyrði of hægt, en ég spýtti heldur mikið í til að komast vel framúr honum og stóð þá ekki löggubíllinn þar og blikkaði á mig.... úff...ergilegt og sektirnar eru orðnar skelfilega háar í ofanálag við himinhátt bensínverð.... hvar ætli þetta endi ?En þetta kennir manni að aka bara alltaf á "crus control" og reyna að fara ekki yfir 100 þegar maður ekur framúr "sniglunum" á vegunum, það reyndist mér ansi dýrt....

1 comment:

Anonymous said...

Hæ skvís. Var að skoða síðustu blogg, flottar myndir. Yndislegt þessi gamli torfkofi, væri sko ekki slæmt að sofa þarna. Við hjónin kíktum á Hrafnagil fyrir tveim árum og höfðum gaman af. Fj.löggan á nú bara ekki að sekta við svona aðstæður, bara kjánaskapur finnst mér. Það væri nær að passa margt annað. Kær kveðja austur Ásdís Sig.