Wednesday, August 20, 2008

Harpa og co í heimsókn




Harpa mágkona hefur staðið sig einstaklega vel við að heimsækja æskustöðvarnar þetta árið, því hún kom á sjómannadags hátíðina í vor og stoppaði þá nokkra daga. Svo mætti hún aftur hingað á mánudaginn 18. ágúst með hluta af fjölskyldunni og "nýju viðbótinni", eða alls fjögur sem dvöldu hjá okkur s.l. 2 daga. Við eyddum hluta úr degi með þeim uppi á Héraði en síðan fórum við í útsýnisferð upp á Bjólf og Rúnar fór líka með þau í siglingu um fjörðinn, en ég þurfti þá að vera í vinnunni. Og eins og gengur var mikið spjallað og mikið borðað og svo framvegis....þessa daga....!
En nú fer sumargestunum trúlega fækkandi hér með, þó enn sé von til að Jóhanna Björg og fjölskylda láti sjá sig í haust og lengi vel hef ég vonað að systir mín fari nú að heimsækja okkur en það eru orðin ansi mörg ár síðan hún og hennar fjölskylda litu Seyðisfjörð augum. Kannski kemur líka Jóndi föðurbróðir minn í minkaveiði-leiðangur og hver veit hverjir fleiri poppa upp óvænt, annað eins hefur nú gerst fyrr og síðar.

No comments: