Friday, September 16, 2011

Brottfarardagur og það sem gleymdist !




Ég gleymdi að geta þess að við fórum í enn eina gullfallega kirkju sem nefnd er Ísakskirkja, þar sáum við ættartré allrar Romanof ættarinnar og myndir af flestum meðlimum hennar. Katrín mikla og Pétur mikli eru einna frægust þeirra. Þar fengum við að hlýða á lítinn hóp karlmanna syngja nokkur rússnesk lög og gerðu þeir það vel.
Allan tímann sem við dvöldum á hótel Moskvu stóðu límosínur utan dyra og settu svip á umhverfið.
Á siglingunni sáum við "ljótasta" húsið í borginni, en P.Ó. sagði okkur að þetta hús hefði áður verið í eigu Björgúlfsfeðga, á meðan þeir voru með starfsemi þarna í borginni.
Þennan morgun lögðum við af stað um kl. 5 að morgni að staðartíma en það er 4 tíma mismunur á milli Íslands og Pétursborgar og það reyndist hafa ýmsar aukaverkanir, eins og svefnleysi og fleira. Við ókum síðan sem leið lá aftur að landamærum Finnlands og Rússlands og vorum komin þangað á undan öðrum rútum, en það var markmið P.Ó. að lenda ekki í langri biðröð bíla á landamærunum, það hefði getað þýtt að við yrðum of sein í flugið í Helsinki. En fyrir vikið vorum við svo langt á undan áætlun að við gátum staldrað við í höfuðborg Finnlands og skoðað miðborgina þar ásamt fleiru og segir frá því í lokaþætti þessarar ferðar....

No comments: