Sunday, September 25, 2011

Uppskeran 2011




Á síðasta sunnudag var óvenju gott veður, svo við notuðum tækifærið og tókum upp kartöflurnar hér heima í garðinum. Ég setti ekki mikið niður, enda plássið ekki mikið, en ég setti niður í byrjun maí og breyddi plast yfir, sem kom sér vel þegar vorhretin skullu á. En uppskeran er bara prýðileg miðað við veðrið sem verið hefur í sumar. Það hefur líka skipt máli að fjarlægðar voru 4 skuggsælar aspir sem skyggðu á garðinn meiripart dagsins.
Ég er hrifnust af íslenskum rauðum kartöflum, þó ég borði reyndar lítið af þeim, þar sem kartöflur valda mér slæmri líðan í öllum liðamótum. En einnig hef ég ræktað svolítið af fjólubláum kartöflum sem ég fékk hjá pabba og svo gullauga sem alltaf stendur fyrir sínu.

No comments: