Sunday, September 04, 2011

Uppskerustörfin...




Haustið er sá árstími þar sem uppskerustörfin eru tímafrek. Mér finnst það tilheyra að tína ber, safta og sulta og rækta kartöflur og grænmeti og nýta gjafir náttúrunnar eins og kostur er. Þrátt fyrir sólarlítið og þokusamt sumar, þá er uppskeran orðin nokkuð góð. Ég er búin að safta í yfir 20 flöskur af krækiberjasaft, en nóg er af þeim hér, þó skortur sé hinsvegar á bláberjum í þetta sinn. Rifsberin hafa hinsvegar vaxið vel og eru orðin rauð og fín. Ég sultaði úr 2 kg. í gær og stefni á að fara með eina krús í sultukeppni Haustroða þegar þar að kemur. Ég er líka búin að þurrka og setja kryddjurtir í margar krúsir og safna sveppum auk þess sem ég rækta bæði kartöflur, gulrætur, graslauk, salöt/kál og jarðarber, auk kryddjurta o.fl. sem kemur sér vel að hafa við bæjardyrnar. Síðast en ekki síst þá er ég með tvær paprikuplöntur í eldhúsglugganum og vænti þess að fá nokkur stykki af þeim áður en vetur gengur í garð. :)

1 comment:

Ásdís said...

ummmm mig langar í smakk :):) aldeilis myndarskapur í minni, ég er búin að sjóða úr tómötum og rifsberjum, í dag ætla ég svo að sjóða meiri rabba sultu, alltaf svo gaman að byrgja sig upp fyrir veturinn kær kveðja