Sunday, September 04, 2011
Jarðstraumamælingar
23. ágúst s.l. kom til okkar Bryndís Pétursdóttir jarðstrauma- könnuður, til að mæla nokkur hús í bænum, þar sem íbúar þeirra hafa verið að stríða við langvarandi kvef og pestir. Þau voru nokkuð viss um að slæm áhrif frá nærstaddri spennistöð gæti verið ástæðan.
Við ákváðum að láta mæla okkar hús, þó ekki hafi neinn krankleiki hrjáð okkur lengi og tókum að okkur að hýsa Bryndísi, því nóg er plássið hjá okkur.
Það vildi svo skemmtilega til að við Bryndís þekkjum marga sameiginlega, enda er hún búsett norðan heiða á meðal góðra vina minna. Auk þess eigum við nokkur sömu áhugamál og höfðum því nóg að spjalla.
Niðurstaðan hjá okkur var góð og engar slæmar jarðlínur að trufla okkur en það voru ekki allir jafn heppnir með sitt húsnæði og sumir þurfa að gera einhverjar breytingar.
Þess má geta að gerð var kvikmyndin "MÓTVÆGI" um þetta starf Bryndísar og verður hún sýnd í Rvk. á næstunni. Hér má sjá smá sýnishorn (trailer) úr myndinni; http://vimeo.com/28351577 OG http://vimeo.com/28348647
fyrir þá sem áhuga hafa...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment