Friday, September 16, 2011

Sumarhöllin Petershof og Pushkin





Á mánudagsmorgni er við vorum að leggja af stað frá hótelinu sáum við að búið var að skreyta umhverfið með borðum og blómum og fengum að vita að Margrét danadrottning væri væntanleg í heimsókn. Við misstum því miður af þeim viðburði, þar sem við eyddum deginum að mestu leyti í Petershof, einni af sumarhöllum keisaranna, skammt utan við Petersborg. Þar eru miklir og fallegir garðar í kringum höllina og gullfallegir gosbrunnar, auk þess sem höllin sjálf, kirkjan og aðrar viðbyggingar eru stórglæsilegar og vel upp gerðar. Þarna var markaður sem reyndist helmingi ódýrari en í borginni og því lét ég það eftir mér að kaupa nokkrar gjafir áður en haldið var aftur heim á leið. En á heimleiðinni fórum við til bæjarins Pushkin, þar sem við snæddum þjóðlegan kvöldverð og fengum ágætis rússneska skemmtun á meðan, söng og tónlist og áttum þarna yndæla stund saman við þetta fallega vatn sem ótal hallir liggja að. Á heimleiðinni ókum við eftir nýrri og glæsilegri hringbraut sem nýlega var byggð umhverfis Pétursborg og mun hafa kostað nokkra milljarða króna.

No comments: