Sunday, September 25, 2011

Skrítnar gulrætur !




Síðastliðin fjögur sumur hef ég ræktað gulrætur með ágætis árangri. Ég þakka það fyrst og fremst góðum fræjum sem ég hef fengið frá góðri skólasystur sem er garðyrkjubóndi.
Í fyrsta sinn í vor sáði ég fyrir annarri tegund samhliða, með því að forrækta þær innan dyra vegna slæms veðurfars. Það tókst raunar vonum framar, en einhverra hluta vegna hef ég fengið nokkrar öðruvísi gulrætur að þessu sinni og velti fyrir mér hvort að bogna gulrótin hafi lent á steini og orðið að sveigja af leið ? Sama gildir um þær sem eru svona svakalega digrar og stuttar, hvað ætli hafi valdið því, enda virðast gulræturnar allt um kring vera af venjulegri stærð, bæði í lengd og breidd eins og sjá má.... :)
Ég ætla nú samt ekki að gefast upp við þessa ræktun, því alltaf má gera betur og það er þess virði, því mér finnst frábært að geta farið út í garð og náð mér í ferskar gulrætur beint úr moldinni og naga þær á morgnana. Það er líka hollara en flest annað held ég :))
Er ekki vísan góða eitthvað á þessa leið ;

En gott er að borða gulrótina,
grófa brauðið, steinseljuna,
krækiber og kartöflur
og kálblöð og tómata.

Þá fá allir mettan maga,
menn þá verða alla daga
eins og lömbin ung í haga,
laus við slen og leti.
????????????????

No comments: