Friday, September 16, 2011

Kvöldsýning og kirkjugarðar





Eftir að borgarferðinni lauk, þá röltum við yfir götuna við hótelið og skoðuðum þar 2 kirkjugarða, þar sem margir þekktir einstaklingar hvíla, m.a. heimsþekkt tónskáld. Til hægðarauka var víða hægt að rata á rétta legsteina, þar sem vegvísar á ensku vísuðu leið. En legsteinarnir voru margir mjög furðulegir og aðrir stórir og glæsilegir. Um kvöldið var farið á rússneska söng-dans og tónlistarsýningu í Nikulásarhöllinni. Þar komu fram hópar af fólki í litskrúðugum búningum og sýndu listir sínar. Að öllum ólöstuðum, þá var einn þeirra áhugaverðastur, en hann var klæddur í búning sem leit út eins og tveir litlir eskimóar í faðmlögum. Það var algjör snilld að sjá hve lipur hann var að standa til skiptis á höndum eða fótum. Í hléinu var boðið uppá kampavín og snittur og það verður að segjast eins og er, að aldrei hef ég séð mat hverfa jafn fljótt af borðum, það var engu líkara en að engisprettufaraldur hefði átt leið þarna um :)
Þegar myndir vilja ekki birtast eins og hér gerist, smellið þá bara á auða svæðið þar sem myndin á að vera og hún birtist - einnig er hægt að skoða allar myndirnar í stækkaðri útgátu með því að smella á hverja og eina :)

No comments: