Thursday, October 15, 2009

Bleikar kirkjur...


Um s.l. helgi tók ég eftir því að kirkjan á Húsavík var böðuð bleiku ljósi og veit að það var í tilefni af sölu bleiku slaufunnar, til styrktar krabbameinsleit og meðferð við þeim vágesti. En vegna veðurs lét ég vera að taka myndir af henni. Á heimleiðinni sá ég að Egilsstaðakirkja var einnig böðuð bleiku ljósi og brunaði því beint að bláu kirkjunni á Seyðisfirði er heim kom um kvöldmatarleytið, hún var semsagt búin að skipta um lit tímabundið eins og hinar.
Veðrið var ekki verra en svo að ég gat tekið meðfylgjandi mynd og minni hér með allar konur á að kaupa bleiku slaufuna og bera hana okkur sjálfum til heilla.
Veðurguðirnir snéru aldeilis við blaðinu og sendu okkur suðræna hlýju í gær og dag (14. og 15. okt.). Hitinn hér fór í 19 gráður í gær en eitthvað minna í dag, enda sunnan stekkingur og sólskin, svo allur snjór er horfinn, þar með talinn í fjöllunum.
Vonandi fáum við áfram svona "indian summer" sem lengst, helst til jóla :o)

No comments: