Thursday, October 15, 2009

Fyrsti gæsa-dinner haustsins !



Við hjónin gerðum góðan "díl" við gamlan skólabróður Rúnars á Héraði, sem er duglegur gæsaveiðimaður. Hann lét okkur hafa gæsir og fær nýjan fisk í staðinn.
Um síðustu helgi fór lítið fyrir helgarmat hjá okkur, því við borðuðum aðeins soðningu (nýja ýsu og siginn þorsk) og ákváðum því að gera okkur glaðan "GÆSADAG" í miðri viku.
Ég ákvað að bjóða Binnu og Magga í mat á þriðjudagskvöldinu 13. okt. því þá var togarinn í landi. Svo skrítilega vildi til að Binna var einmitt í prófi þetta sama kvöld, svo að maturinn beið lengur en venja er, en ég reyndi að flýta fyrir með því að sjá um að prenta svörin fyrir hana, þar sem ég er talsvert fljótari við það en hún.
Síðan nutum við þess að slappa af yfir gæsinni með rauðvíni og öðru meðlæti. Að sjálfsögðu kom Stefán Ómar líka með í mat og smakkaði á gæsinni, þó aldrei hafi hann smakkað gæs áður. Það sama má reyndar segja um þau Binnu og Magga, þetta var víst í fyrsta sinn sem þau bragða þennan ágæta matfugl, sem við kunnum svo vel að meta.
Ég held við höfum öll farið nokkuð södd og sæl í háttinn þetta kvöldið :o)

1 comment:

Asdis Sig. said...

Nammi namm, væri til í gæs, hefurðu prófað vín sem heit "very cold duck" með gæs? algjört æði. Kveðja Ásdís