Sunday, October 04, 2009
Veturinn mættur ???
Nú virðist vetur kóngur mættur, því að í gærmorgun var komin kafhríð með hundslappadrífu, svo allur gróður slúpti og hékk undan snjóþunganum. Ég smellti þá af fyrstu myndinni út um dyrnar hjá mér. En í morgun skrapp ég upp á Hérað og smellti af hinum tveimur sem hér fylgja með. Þá sást vel hve vetrarlegt er orðið.
Ég missti af tækifærinu til að taka myndir af haustlitunum sem sjá mátti hér um allar fjallshlíðar, því miður. Ég hafði öðru að sinna, nýkomin úr ferðalagi og reiknaði ekki svona fljótt með snjókomunni, sem stundum hefur ekki séðst fyrr en í desember. Vonandi bræðir sólin þessa hvítu breiðu sem fyrst, svo við fáum auða jörð lengur fram eftir hausti og þurfum ekki að setja vetrardekkin strax undir bílana :o)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Það má segja að snjórinn hafi komið aftan að manni, átti ekki von á snjókomu svona fljótt, ætlaði alltaf upp á Þingvelli til að taka myndir en ekkert varð úr því. Geri það bara á næsta ári. Eigðu ljúfa vinnuviku. Kær kveðja austur.
Post a Comment