Monday, October 26, 2009
Lélegar myndir af fálka...
Það er ekki í frásögur færandi þó ég skreppi út og hjóli um bæinn þegar veður er skaplegt. En það er sjaldgæft að rekast á fálka hér í miðjum bænum og hvað þá með nýveidda önd, sem hann réði varla við vegna þyngdar og stærðar bráðarinnar.
Ég hjólaði í kringum lónið í gærdag eins og ég geri svo oft og var stödd rétt hjá Sýsluskrifstofunni þegar ég sá fálkann hefja sig á loft og taka hring í kringum hólmann. Ég stoppaði og sá að hann hafði verið að drepa önd sem maraði í hálfu kafi og önnur önd rétt hjá gargandi á flótta. Nærvera mín hefur sett strik í reikninginn hjá honum, en svo svangur var hann greinilega að hann hélt áfram að reyna að pikka upp dauðu öndina, en hún var of stór og þung svona blaut til að hann næði henni léttilega, hann missti eða sleppti henni aftur og aftur og hnitaði hringa yfir hólmanum og settist þar inn á milli. Ég var með litla vasamyndavél á mér og reyndi að zooma á fálkann, en myndirnar eru alveg vonlausar þegar búið er að stækka þær upp, þó hægt sé að greina að þetta sé ránfugl sem er að reyna að grípa bráð.
Því miður tókst nú ekki betur til með myndirnar í þetta skiptið. En þær styðja þó frásögnina jafnvel svona lélegar :o)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Magnað, þó svo að myndirnar séu ekki góðar, þá nægja þær sem sönnun :):) svona er lífið, eins dauði er annars brauð.
Post a Comment