Monday, October 19, 2009

Haustblíða og prjónaskapur





Það er búin að vera yndisleg haustblíða hér síðustu daga með hitastigi í kringum 14 gráður og farið mest í 19 gráður hjá okkur. Þetta er aldeilis munur eftir kuldakastið um daginn með snjó, hálku og frosti og ekta vetrarveðri á köflum.
Þá sat ég inni og prjónaði fyrstu peysuna sem ég hef prjónað í u.þ.b. 20 ár og hélt að ég væri alveg búin að gleyma þessu, en merkilegt nokk, þetta rifjast upp rétt eins og að synda og hjóla, maður gleymir því víst aldrei ef maður lærir það einu sinni.
Við Rúnar skruppum í gær á rúntinn í haustblíðunni og tókum nokkrar myndir, m.a. af nýju rafstöðinni í Fjarðarseli, en þar er búið að ganga mjög vel frá öllu umhverfi og gott að geta nýtt eitthvað af öllu þessu vatni sem rennur hér ofan heiðina til sjávar allan ársins hring. Nú styttist líka í að það verði 100 ár liðin síðan Fjarðarselsvirkjun, fyrsta ryðstraumsvirkjun út á bæjarkerfi á Íslandi var byggð. Sú rafstöð er í bakgrunninum og er ennþá í notkun og fróðlegt safn þar að auki. Það voru mikil tímamót í lífi Seyðfirðinga á þeim tíma, að fá rafljós á heimilin, þó okkur þyki það sjálfsagt í dag og raunar skrítið að svo stutt skuli vera síðan að tæknin hóf innreið sína hingað :o)

1 comment:

Asdis Sig. said...

Flott peysan stelpa, maður kann þetta ótrúlega lengi, rifjast upp þegar á þarf að halda. Kveðja úr flensubælinu.