Wednesday, October 21, 2009
Pósthúsinu lokað !
Lengi getur vont versnað !
Það er leiðinlegt að nöldra, en við Seyðfirðingar erum ekki hressir yfir því hvernig kreppan hefur gert vont verra, því nóg var nú búið að plokka af okkur af atvinnutækifærum áður en kreppan kom, en nú keyrir um þverbak. Í dag er síðasti dagur sem pósthúsið okkar er opið, en á morgun þurfum við að sækja póstinn í Landsbankann sem aðeins er opinn eftir hádegi. Það er líka búið að loka vöruafgreiðslunni og lögreglustöðinni svo eitthvað sé nefnt. Margt annað var farið fyrir kreppu og þótti okkur það slæmt í öllu góðærinu, en hvernig skyldu þessi ósköp enda hér ???
Spyr sá sem ekki veit !!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Það er leiðinlegt að heyra þetta með pósthúsið, ótrúlegt hvað skorið er niður á landsbyggðinni. Falleg eru brönugrösin á myndinn hér fyrir neðan. Ég hef aldrei séð hreindýr í sínu náttúrulega umhverfi, þetta er skemmtileg mynd hjá þér. Kær kveðja austur.
Post a Comment