Wednesday, December 09, 2009
1. desrósir og Aðventuhátíðin
1. des. s.l. kíktu Binna og Maggi í kaffi til okkar með forláta rósavönd handa Rúnari í tilefni dagsins, en þennan ágæta dag á hann afmæli.
Í dag 9. des. eru þær næstum jafn fallegar og fyrir viku síðan, eins og sjá má á meðf. mynd og það verður að teljast mjög góð frammistaða og sjaldan höfum við fengið lífseigari rósir.
Á sunnudaginn 6. des. var árleg Aðventuhátíð hjá okkur í bláu kirkjunni og börn úr grunnskólanum sáu um helgileikinn og sungu með okkur í kórnum. Þau stóðu sig mjög vel þrátt fyrir litla æfingu og athöfnin var ósköp falleg og hlýleg að vanda.
Jólahugvekjuna að þessu sinni samdi Karolína Þorsteinsd. þó hún sé orðin sjúklingur, þá mætti hún í hjólastól með aðstoðarmanneskju (Rannveigu Þórhalls) sem las fyrir hana, en ég hafði hinsvegar hjálpað henni að safna efninu og koma því saman. Þetta tókst bara vel og var ég mjög sátt við útkomuna.
Eitt lagið sem við æfðum og sungum límdist af einhverjum ástæðum við heilann í mér, svo ég raulaði það í huganum næstu 2 daga. Það var ekki fyrr en í dag sem ég var að mestu leyti laus við það enda þótti mér orðið nóg um þessa fastheldni, þó lagið sé fallegt og ekkert nema gott um það að segja :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment