Friday, December 18, 2009
Jólahlaðborð nr. 2 og nr. 3
Það er árlegur siður hjá Kirkjukór Seyðisfjarðar að koma saman í desember og þrífa kirkjuna vel fyrir jólin. Fyrir það fáum við greitt ( þó kórstarfið sé hinsvegar sjálfboðaliðavinna) og árlega reynum við að gera okkur glaðan dag saman. Að þessu sinni var ákveðið að fara og borða saman eftir þrifin og fengum við alveg ljómandi góðan mat og góða þjónustu að vanda.
Þremur dögum síðar bauð starfsmannafélag Gullvers allri áhöfn og mökum auk annars starfsfólks og eigenda í jólahlaðborð. Það reyndist vera sams konar matur og í fyrsta hlaðborðinu sem við fórum á um daginn. Það þurfti ekki að kvarta yfir því að ekki væri nóg að borða eða nóg úrval, enda hægt að velja um m.a. kalkún, lamb, svín, hreindýr og naut ásamt súpu í forrétt og ótal öðrum forréttum og slatta af eftirréttum í lokin, en erfitt var að koma þeim fyrir, þar sem magaplássið var uppurið.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment