Monday, December 21, 2009
Snjórinn mikill og fuglarnir mættir í mat...
Það hefur snjóað nær látlaust frá því á föstudagskvöld og kominn ansi mikill snjór, þó léttur og mjúkur sé. Fjarðaráin hvarf nánast í snjókrapa eins og sjá má á meðf. mynd og fyrstu fuglarnir eru þarna mættir í fóðurkornið og brauðafgangana...
Það var samt óskaplega jólalegt um að litast úti í dag, þegar logndrífan féll á jörðina og trén eru öll þakin dúnmjúkri mjöll, en mikið er nú samt leiðinlegt að moka snjó og ferðast um í svona ófærð á götunum. Þetta eru ansi mikil viðbrigði eftir þessa góðu tíð undanfarið og alauða jörð í næstum allt haust og vetur...
Ég vildi gjarnan fá hvít jól og birtu í þessu svartasta skammdegi, en finnst nú að komið sé nóg af snjó og ég býst við að fuglarnir séu sammála, því nú ná þeir ekki lengur í neitt æti.
Þeir mættu auðvitað strax og snjórinn kom, til að fá mat á fóðursvæðinu við kofann okkar, þar sem við höfum fóðrað þá marga undanfarna vetur, en snjótittlingarnir eru ekki þeir einu sem mæta, því dúfurnar og jafnvel hrafnar mæta líka og allir þurfa sitt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Yndislegar og jólalegar myndir :) þetta mætti vera minna og jafnara.Kær kveðja
Post a Comment