Saturday, December 05, 2009

Jólahlaðborð Öldunnar 2009.



Laugardagskvöldið 5. des. fórum við á hótel Ölduna á jólahlaðborð, eins og við höfum gert mörg undanfarin ár. Maturinn þar svíkur engan og eins og fyrri daginn átum við meira en við höfum gott af.
Við höfðum með okkur ágæta félaga okkar og nágranna, Binnu, Magga og Stefaníu, auk Kristrúnar og Birgis. Ég held ég tali fyrir okkur öll þegar ég segi að maturinn hafi verið frábær og peninganna virði.
Ég ætti þó kannski ekki að taka svona til orða, því að í þetta sinn þurfti ég aðeins að greiða fyrir drykkina okkar, því ég átti boðsmiða á hlaðborðið, sem ég vann í sultukeppninni fyrr í haust og naut þess því núna að hafa fengið þessi óvæntu verðlaun á Haustroða. Það var yfir 30 manns sem mætti á þetta hlaðborð Öldunnar.
Annað hlaðborð var einnig í boði í Herðubreið í kvöld, en þar var ball á eftir og höfðum við ekki áhuga á því einmitt núna. Ég er alveg hætt að geta dansað eftir svona át og finnst best að komast heim í rólegheit að því loknu til að jafna mig :)

1 comment:

Asdis Sig. said...

Manni hættir oft til að borða yfir sig af góðum mat :) gaman hjá ykkur að drífa ykkur í svona hlaðborð en alltaf best að koma heim og slaka á með fullan maga.