Saturday, December 19, 2009
... og svo er það stormurinn !!!
Í alla nótt hamaðist veðrið við að hrista húsið okkar, svo það marraði í viðarstoðum þess. Þó varð það ekki til þess að halda fyrir okkur langri vöku, en reikna má með að margir hafi verið andvaka, miðað við lætin úti...
En í birtingu í morgun þegar ég kom á fætur, þá voru allir gluggar meira og minna snjó-hrímaðir eins og sjá má og ruslatunnurnar okkar höfðu lagst flatar ofan á runnana, svo ég tók mig til og rauk út þegar smá hlé varð á hamaganginum úti. Tók þá meðf. mynd og reisti tunnurnar við. En það var skammgóður vermir, því þær fóru aftur um koll í næstu roku.
Vonandi er veðrið mun skárra víða um land og vonandi enginn skaði skeður. Það er gott að geta verið heima í svona veðri og vonandi líður bara öllum sem best og njóta þess að undirbúa og hlakka til jólanna:)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Rakst á þig fyrir algjöra tilviljun...og þekki þig ekki neitt... en fór að pæla í hvað veðrið er ólíkt á þessu litla skeri okkar. Ég bý í Þorlákshöfn og hér hefur verið vorveður alla aðventuna.Það kom smá snjór um daginn en hann er löngu horfin á braut. Við keyrum hér um allar trisssur algjörlega laus við snjó og hálku.
Gleðileg jól.
Ég á örugglega eftir að lesa bloggið þitt hér eftir.
Sæl og blessuð. Aldeilis skemmtilegar myndir hér og í síðustu færslum :) Þú hefur greinilega fengið nóg af jólamat þennan desember mánuð og stóru dagarnir enn eftir. Gott að rokið er að ganga niður, ég fylgdist með fréttum í gær. Hér var bálhvasst frá fimm í gær og til morguns en nú skín sólin og veðrið er dásamlegt. Kær kveðja Ásdís
Post a Comment