Thursday, December 24, 2009

Aðfangadagur 2009





Aðfangadagur er alltaf fljótur að líða hjá þeim fullorðnu, því svo margt þarf að gera. En börnin bíða hinsvegar og finnst kvöldið aldrei ætla að koma.
Um hádegi í dag (aðfangadag) voru allir fjölskyldu- meðlimirnir mættir "heim" og snæddu saman möndlugraut. Adam fékk (auðvitað) möndluna og það sem henni fylgdi. Ekki fannst honum heldur verra að 4 jólasveinar heimsóttu hann og færðu honum pakka sem hann mátti taka upp þó ekki væri komið kvöld. Síðan skiptust þeir fullorðnu á að leika við hann og Stefán Ómar kom reyndar líka í heimsókn og gaf honum fulla möppu af einhverjum "glansmyndum" sem ég kann ekki að nefna, en krakkar hafa víst gaman af þessu á sama hátt og ég og mínir jafnaldrar höfðum gaman af leikaramyndunum sem við söfnuðum í bernsku okkar og skiptumst á aukamyndum til að fá sem flestar útgáfur :)
Loks rann svo kvöldið upp með jólamat (gæs og önd) og gjöfum sem litli maðurinn var mjög sæll með, sérstaklega sverðið góða sem þeir bræður Siggi og Bergþór gáfu honum.
Meðfylgjandi myndir gefa hugmynd um góðan dag sem nú er að kvöldi kominn. Ég er búin að heyra í blessaðri mömmu, sem var bara furðu hress og flestir sitja hér í rólegheitum og leika sér á einhvern hátt, lesa, horfa á sjónvarp o.s.frv...
Óskandi væri að allir jarðarbúar ættu jafn friðsæl og gleðileg jól og við hér !!!

1 comment:

Asdis Sig. said...

Sæl kæra vinkona og gleðileg jól. Það hefur verið notalegt hjá ykkur sé ég og alltaf er nú gaman að hafa börnin með, hér eru allir fullorðnir þessi jólin en við heimsóttum systir Bjarna og fjölskyldu það var gaman, við kíktum líka á lítinn dreng sem er í tengdafjölskyldu Óskars míns, hann var nýkominn úr aðgerð í Boston, fór þangað tveggja daga gamall, er með hjartagalla en það gengur vel. Í dag er veðrið yndislegt og ég var að tala við pabba, við verðum með jólakaffi hjá honum á morgun. Njóttu daganna með fjölskyldunni, mín fara heim á sunnudag. Kveðja frá okkur hjónum Ásdís